Skeiðmót Meistaradeildar

Fórum í dag austur að Ármótum á Rangárvöllum að horfa á skeiðmót Meistaradeildar. Þar var Vera komin í keppni, nú hjá nýjum eiganda og knapanum Eyjólfi Þorsteinssyni. Gekk það vel, niðurstaðan annað sætið og tíminn 15,11. Hún hreinsaði sig gjörsamlega af sínum riðli,...

Yfirlitssýning á hringvelli

Setti í greinasafnið hérna á síðunni hugleiðingar um yfirlitssýningu á hringvelli, sem viðraðar voru á fundinum á Ingólfshvoli um daginn. Vona að menn gefi gaum að þessu, hversu líklegt sem það er að fundurinn sjálfur, eins og úr honum spilaðist, skili okkur í áttina....

Yfirlitssýning á hringvelli 2012

Það er ekki á hverjum degi sem boðað er til sérstaks fundar um málefni hestamennskunnar, utan hins hefðbundna ramma sem við eigum að venjast. Hér syðra standa Hrossaræktarsamtökin fyrir nokkrum fundum árlega sem eru opnir öllum félagsmönnum, og raunar öllum...

21.01.2012

Það var fallegt veður í dag, loksins. Eftir hefðbundinn snjómokstur var um að gera að nýta færið og það gerðu systkinin Bjarni og Ragnheiður, einnig Heiðrún vinkona Ragnheiðar. Hér sjást þær stöllur á skeiðdrottningunum Veru og Hrund. Bjarni fór á Vissu,...

Tekið á gjöf

Sóttum í gær 16 tryppi að Hömrum, þeim þarf að fara að hygla. Í dag var svo farið í Mosfell og tínt á kerruna ýmislegt sem nokkuð er ætlað með í vetur, og við viljum alls ekki að gefi sig í þessum harðindum. Þóroddsdæturnar Hrefna (undan Kolbrúnu), Vissa (undan Bliku)...

Hrossaræktarráðstefna 2011

Ráðstefnustjóri, frummælendur – sem ég þakka fyrir góð erindi – og góðir ráðstefnugestir. Ég vil byrja á því að óska öllum verðlaunahöfum dagsins innilega til hamingju með sína vegsemd. 1. 1. Ég vakti máls á því við svipað tækifæri í fyrra að kynbótamat...

Folaldasýning Goða

Hin árlega folaldasýning Hrossaræktarfélagsins Goða var haldin á sunnudaginn í Hólmarshöll á Minniborg. Fólk dreif að úr öllum áttum með folöldin sín, en félagssvæði Goða er Grímsnes, Grafningur, Þingvallasveit og Laugardalur – svo vitnað sé til hinnar gömlu...

10.11.11

Það er orðið æði langt síðan eitthvað var að frétta héðan, að því er virðist. Og það er best að byrja þá á stórfrétt, þótt ýmsum kunni að virðast að komi tamningum og hestamennsku lítt við. Það er sumsé verið að leggja hitaveitu heim að Þóroddsstöðum, og sér þannig...

Gustur frá Hóli

Gustur frá Hóli   A– og B– flokkur?   Í  umræðu um hrossarækt – síðast í 4. tbl. Eiðfaxa 2010 – skýtur reglulega upp kolli vanhugsuð krafa um að dæma ekki öll kynbótahross eftir sama kerfi, heldur skipta þeim  í tvo flokka, klárhross og alhliðahross –...

Sörli 653

Sörli 653 frá Sauðárkróki Óvægin leiðbeining? Það er rétt sem oftlega er á lofti haldið: Í tíð allra ráðunauta hafa staðið deilur um hrossadóma. Hvort hægt er að afgreiða alla umræðu og ádeilu með þessari viðbáru, er svo önnur saga og verður ekki gerð skil hér. Mig...