Setti í greinasafnið hérna á síðunni hugleiðingar um yfirlitssýningu á hringvelli, sem viðraðar voru á fundinum á Ingólfshvoli um daginn.
Vona að menn gefi gaum að þessu, hversu líklegt sem það er að fundurinn sjálfur, eins og úr honum spilaðist, skili okkur í áttina. Um leið langar mig að vekja athygli á ágætri – en ómerktri – grein sem birtist hjá Eiðfaxa í gær um málefnið. Það var ágæt og nauðsynleg úttekt á umræðunni og þeim möguleikum sem viðraðir hafa verið og til eru í stöðunni, að þessu sinni lítt lituð af skoðun fréttaritarans og miðilsins. Þetta er svona um það bil sem fjölmiðlar eiga að vinna, vilji þeir láta taka sig alvarlega.