250m Skeið

Skeið 250 – Afrekaskrá frá 1958

24,5   Trausti frá Hofsstöðum, f. 1949. F. Skuggi 201, Bjarnanesi. Eigandi Bjarni Bjarnason, skólastjóri á Laugarvatni. Knapi Skúli Kristjónsson í Svignaskarði. Sigurvegari í 250 m skeiði á LM 1958 í Skógarhólum.

24,0   Gustur frá Hæli, f. 1942. F. Skuggi 201, Bjarnanesi. Eigandi Bjarni Bjarnason , skólastjóri á Laugarvatni. Knapi Skúli Kristjónsson, Svignaskarði. Sigurvegari í 250 m skeiði á LM 1962 í Skógarhólum.

24,6   Blakkur frá Gullberastöðum, f. 1947. F. Skuggi 201, Bjarnanesi. Eigandi Bjarni Bjarnason, skólastjóri á Laugarvatni. Knapi Þorkell Bjarnason, Laugarvatni. Sigurvegari í 250 m skeiði á FM 1961 á Gaddstaðaflötum. Tími 24,6 sek. Vann gæðingakeppnina á sama móti. Knapinn var eigandinn, Bjarni á Laugarvatni, þá 71 árs gamall.

23,4   Sóley frá Hvanneyri, f. 1964. Eigandi Guðmundur Birkir Þorkelsson. Besti tími Sóleyjar 23,4, knapinn þá var Þorkell Þorkelsson. 6. sæti á LM 1974. Tíminn var 23,9 og knapinn eigandinn, Guðmundur Birkir.

23,5   Ás frá Hesti, f. 1969. Eigandi Þorkell Bjarnason, knapi Bjarni Þorkelsson.

23,5   Galsi frá Laugarvatni f. 1987. F. Angi, Laugarvatni M. Fön, Laugarvatni. Eigandi Gylfi Þorkelsson og seinna Þ. Bj. Besti tími 23,5, knapi var Eiríkur Guðmundsson

24,2   Sindri frá Laugarvatni, f. 1961. F. Silfurtoppur 451, Reykjadal M. Fjöður, Tungufelli. Eigandi og knapi Þorkell Þorkelsson. Besti tími 24,2. Hlaut annað sæti í A-flokki gæðinga á FM 1972 á Gaddsstaðaflötum og sama sæti á LM 1974 á Vindheimamelum.

24,2   Hari frá Laugarvatni f. 1977. F. Fáfnir 747, Laugarvatni M. Sif, Laugarvatni. Eigandi og stundum knapi Bjarni Þorkelsson. Oft sat hann þó Þorkell Bjarnason yngri, m.a. á FM 1996 á Gaddsstaðaflötum.

21,5    Þoka frá Hörgslandi, f. 1991. Eigandi Þorkell Bjarnason, knapi Daníel Jónsson.

21,5    Kolbeinn frá Þóroddsstöðum, f. 1996. F. Nökkvi V-Geldingaholti M. Gunnur Þóroddsstöðum. Eigandi Bjarni Þorkelsson, seinna Sigursteinn Sumarliðason, og var hann knapinn er Kolbeinn náði sínum besta     tíma 21,5 sek á HM 2007 í Hollandi. Á úrtöku fyrir sama mót fór Kolbeinn keppnislaust á 21,7 (Reykjavík).

24,26  Tvistur frá Þóroddsstöðum f. 1998. F. Askur, Keldudal M. Stalla, Laugarvatni. Eig. Bjarni Þorkelsson, knapi Sigurður Óli Kristinsson.

24,2    Dís frá Þóroddsstöðum f. 2005. F. Þyrnir frá Þóroddsstöðum M. Klukka Þóroddsstöðum, 24,2 Metamót Spretts 2014).

24,2   Goði frá Þóroddsstöðum f. 2003. F. Gári frá Auðsholtshjáleigu M. Hlökk frá Þóroddsstöðum. Skeiðleikar 2015, kn. Sigurður Óli Kristinsson.

22,4    Glúmur frá Þóroddsstöðum f. 2007, F. Ófeigur frá Þorláksstöðum og Vera frá Þóroddsstöðum. Eigandi og kn. Bjarni Bjarnason. Metamót Spretts 2016.

21,41  Hera frá Þóroddsstöðum, f. 2005. F. Kjarval, Sauðárkróki M. Gunnur Þóroddsstöðum. Eigandi og knapi Bjarni Bjarnason. Hera setti nýtt Íslands- og heimsmet í 250 m skeiði, er hún bar sigur úr býtum á LM 2016 á Hólum í Hjaltadal. Tíminn var 21,41 – bæting á eigin Íslandsmeti um heilar 0,34 sek. Áður hafði Hera raunar  orðið sigurvegari á LM 2014 á Hellu á nýju Íslands- og heimsmeti 21,76 sek.
Bætti eigið Íslandsmet (21,75) og varð Íslandsmeistari 2014 (Reykjavík).