Stóðhestar

Á Þóroddsstöðum  hafa verið ræktaðir þrír stóðhestar sem hlotið hafa  efstu sæti á Landsmótum undanfarin ár. Þeir eru Hamur, Númi og hestagullið Þóroddur.  Aðrir hátt dæmdir stóðhestar frá Þóroddsstöðum eru Þyrnir, Goði, Galdur, Gumi. Nokkrir fleiri hafa hlotið 1. verðlaun. Heiðursverðlaun hafa hlotið Angi frá Laugarvatni (1996) og Þóroddur, og Númi hefur náð heiðursverðlaunaárangri. Formleg staðfesting strandar á því að hann er ekki lengur tagltækur í landinu, og ekki unnt að efna til sýningar. Aðrir stóðhestar úr þessum ræktunarhópi sem hlotið hafa 1. v.  fyrir afkvæmi eru: Fáfnir, Galdur, Þyrnir, Þóroddur.