150m Skeið

Skeið 150 m – Afrekaskrá – Staðan að afloknu keppnistímabili 2016.

13,9   Hera frá Þóroddsstöðum f. 2005, undan Kjarval frá Sauðárkróki og Gunni frá Þóroddsstöðum. Eigandi og kn. Bjarni Bjarnason. Metamót á Kjóavöllum 2016

13,9   Gunnur frá Þóroddsstöðum, f. 1992, undan Berki frá Laugarvatni og gömlu Sif  frá sama bæ. Eigandi Bjarni Þorkelsson, knapi Bjarni Bjarnason. Besti tími 13,9 sek. (handtímataka) í júní 2000 á      Gaddsstaðaflötum.           Knapinn var þá 14 ára.

13,9   Áki frá Laugarvatni, f. 1984, undan Sörla 653 frá Sauðárkróki og Sjöfn frá Laugarvatni.. Eigandi Þorkell Þorkelsson, en seinna Þorkell Bjarnason. Besti tími 13,9 sek. (handtímataka) á Murneyri, ártal óvíst.    Knapinn þá var Þórður Þorgeirsson. Keppti trúlega á sex landsmótum í 150 m skeiði og varð oftast í verðlaunasæti.

14,14  Vera frá Þóroddsstöðum, f. 1999, undan Núma frá Þóroddsstöðum og Klukku frá sama bæ. Eigandi Bjarni Þorkelsson, knapi Bjarni Bjarnason. Íslandsmeistari í 150 m skeiði á Brávöllum Selfossi í júlí 2011. Besti              tími 14,14 sek. (rafræn tímataka) á Andvaravöllum í sept. 2011. Átti áður best 14,35 sek. í Mosfellsbæ í maí 2011. Knapi var þá Camilla Petra Sigurðardóttir.
Veru eignaðist seinna Eyjólfur Þorsteinsson í Hafnarfirði, og gerði hún það oft gott hjá honum. Sigraði í 150 m skeiði á LM 2014 á 7,36 (kn. Vigdís Matthíasdóttir).

14,49   Glúmur frá Þóroddsstöðum f. 2007, undan Ófeigi frá Þorláksstöðum og Veru frá Þóroddsstöðum. Eigandi og kn. Bjarni Bjarnason. Skeiðleikar 2016

14,59   Blikka frá Þóroddsstöðum f. 2006, undan Kjarval frá Sauðárkróki og Þoku frá Hörgslandi. Eigandi Bjarni Þorkelsson, knapi Bjarni Bjarnason. Besti tími 14,59 sek. á Metamóti Spretts 2015.

14,78   Hrund frá Þóroddsstöðum, f. 2002, undan Hruna frá Miðengi og Gunni frá Þóroddsstöðum. Eigandi Bjarni Þorkelsson, knapi Bjarni Bjarnason. Besti tími ætlaður 14,78, en iðulega í kringum 14,9 – 15 sek.

15,17   Dís frá Þóroddsstöðum f. 2005, undan Þyrni frá Þóroddsstöðum og Klukku frá Þóroddsstöðum. Eigandi Bjarni Þorkelsson, knapi Bjarnason. Besti tími 15,17 sek á Skeiðleikum 2014.