Það var fallegt veður í dag, loksins. Eftir hefðbundinn snjómokstur var um að gera að nýta færið og það gerðu systkinin Bjarni og Ragnheiður, einnig Heiðrún vinkona Ragnheiðar. Hér sjást þær stöllur á skeiðdrottningunum Veru og Hrund. Bjarni fór á Vissu, Þóroddssdóttur og Bliku, tryppi á fjórða vetur, sem lofar góðu. Jafnaldran Hrefna, Þórodds og Kolbrúnardóttir, ætlar ekki að verða síðri, teljum við. Þessar ungu hryssur voru frumtamdar í haust, og hafa verið á járnum núna frá því skömmu eftir áramót. Ekki er nú búið að ríða þeim mikið úti, tíðarfarið hefur séð fyrir því – fúlviðri og snjóalög.

%d bloggers like this: