by Bjarni Þorkelsson | ágú 26, 2011 | Fréttir
Þóroddsstaðahryssurnar hafa vissulega stundum staðið framar, en urðu nú engu að síður allar þrjár í verðlaunasæti. Hera varð þriðja í 100 m skeiðinu á 7,83 (knapi Bjarni Bjarnason). Sigurvegarinn varð Hörður frá Reykjavík á 7,53 (knapi Daníel Smárason). Daníel var...
by Bjarni Þorkelsson | ágú 19, 2011 | Fréttir
Fórum í kvöld í Mosfellsbæinn á kappreiðar. Bjarni var að þessu sinni með „þrjár til reiðar“. Vera hélt sínu striki og vann 150 m skeiðið, tíminn var 15,04. Hrund varð þriðja á 15,36, en á milli þeirra var sjálfur Óðinn frá Búðardal (knapi Sigurbjörn...
by Bjarni Þorkelsson | ágú 17, 2011 | Fréttir
Fórum í dag með Eldingu (Þóroddsdóttur og Bliku) og Dís (Þyrnisdóttur og Klukku) í dóm á Miðfossum. Elding hækkaði talsvert fyrir hæfileika (8,05), en notast var við byggingardóminn frá því í vor. Aðaleinkunn Eldingar er nú 7,89, og segja má að hún hafi nú hlotið góða...
by Bjarni Þorkelsson | ágú 13, 2011 | Fréttir
Vallamótið var haldið um daginn. Mótið var með svolítið nýju sniði, því gæðingakeppni í A- og B- flokki hafði þegar farið fram, og henni gerð skil hér. Þátttaka okkar Þóroddsstaðafólks takmarkaðist að þessu sinni við einn hest í firmakeppninni! En hann var heldur ekki...
by Bjarni Þorkelsson | júl 29, 2011 | Fréttir
Gerist ekkert frásagnarvert á hrossabúi svona hversdags? Kannski, kannski ekki. Þessa dagana er tamið og þjálfað, ekki vantar það. Bjarni er nú búinn að járna allar 4ra vetra merarnar sem hann fortamdi svolítið í fyrra eða gerði reiðfærar. Stefnt er að því að þær...
by Bjarni Þorkelsson | júl 23, 2011 | Fréttir
Í dag – á afmælisdegi Hreins bróður míns – var haldið gæðingamót Trausta, í fyrsta sinn á nýjum velli á Laugarvatni. Umgjörð vallarins og staðsetning er í algjörum sérflokki, og get ég ekki stillt mig um að tilfæra hér eina af snilldarvísum Páls...
by Bjarni Þorkelsson | júl 17, 2011 | Fréttir
Íslandsmót 2011 á Selfossi. Bjarni Bjarnason varð í morgun Íslandsmeistari í 150 m skeiði á Veru frá Þóroddsstöðum. Vera er 12 vetra gömul, dóttir Núma og Klukku frá Þóroddsstöðum. Hún fór nú á 14,51 sek. , en hafði farið á 14,77 í fyrri spretti kvöldið áður, það var...
by Bjarni Þorkelsson | júl 15, 2011 | Fréttir
Það var áhrifamikil og falleg stund á LM 2011, þegar eiganda hæst dæmdu hryssu landsmótsins voru afhent einhver glæsilegastu verðlaun allra tíma, Þorkelsskjöldurinn. Hann er gefinn til minningar um Þorkel Bjarnason á Laugarvatni, sem gegndi stöðu...
by Bjarni Þorkelsson | júl 12, 2011 | Fréttir
Hera sýndi það og sannaði að árangur hennar í Hafnarfirði um daginn var ekkert glópalán. Á kappreiðum Landsmótsins varð hún önnur í 100 m skeiði á tímanum 7,52 sek.(kn. Bjarni Bjarnason), en sigurvegarinn varð Hörður frá Reykjavík á 7,50 – rétt eins og í...
by Bjarni Þorkelsson | júl 12, 2011 | Fréttir
Það er víst kominn tími til að segja smávegis frá þátttöku Þóroddsstaðahrossa á LM 2011, fyrst um kynbótasýningu, og í næsta pistli örlítið um skeið. Óhætt er að segja að oft hafi bein Landsmótsþátttaka Þóroddsstaða/Laugarvatnshrossa verið meiri en nú. Jafnvíst er að...