Íslandsmót 2011 á Selfossi.
Bjarni Bjarnason varð í morgun Íslandsmeistari í 150 m skeiði á Veru frá Þóroddsstöðum.

Vera er 12 vetra gömul, dóttir Núma og Klukku frá Þóroddsstöðum. Hún fór nú á 14,51 sek. , en hafði farið á 14,77 í fyrri spretti kvöldið áður, það var besti tíminn það kvöldið. Röð verðlaunahestanna varð þessi:

1. Vera frá Þóroddsstöðum (14,51) kn. Bjarni Bjarnason
2. Funi frá Hofi (14,57) kn. Jakob Sigurðsson
3. Óðinn frá Búðardal (14,65) kn. Sigurbjörn Bárðarson
4. Hrappur frá Sauðárkróki (14,71) kn. Elvar Einarsson
5. Veigar frá Varmalæk (14,83) kn. Teitur Árnason.

Hrund kom svo skammt á eftir með 15,2 sek.

Í 250 m skeiðinu varð Elvar Einarsson Íslandsmeistari á Kóngi frá Lækjamóti, sem rann sprettfærið á 21,89 sek. Annar varð Flosi frá Keldudal (22,02), kn. Sigurbjörn Bárðarson. Næstir komu:
3. Hörður frá Reykjavík (22,51) kn. Daníel Ingi Smárason
4. Gjafar frá Þingeyrum (23,16) kn. Ævar Örn Guðjónsson
5. Korði frá Kanastöðum (23,33) kn. Teitur Árnason.

Það vakti athygli að í frétt Sigurðar Boga í Mbl. (mánud.) var hvergi minnst á þessi afrek, aðeins tínd til úrslit úr einhverjum „völdum “ greinum.

Eða hvað á maður að halda?

%d bloggers like this: