Fórum í dag með Eldingu (Þóroddsdóttur og Bliku) og Dís (Þyrnisdóttur og Klukku) í dóm á Miðfossum.

Elding hækkaði talsvert fyrir hæfileika (8,05), en notast var við byggingardóminn frá því í vor. Aðaleinkunn Eldingar er nú 7,89, og segja má að hún hafi nú hlotið góða uppreisn frá því í fyrra á Gaddstaðaflötum, þegar hún var bókstaflega niðurlægð með óprenthæfum dómi (hefur hækkað um 57 stig í byggingu, 80 stig fyrir hæfileika, 69 stig í aðaleinkunn).

Dís hlaut 7,90 í aðaleinkunn, tiltölulega jafnt fyrir byggingu og hæfileika. Fengi hún 8 fyrir tölt – sem mér finnst hún oftast eiga skilið – ætti hún góða möguleika á 1. verðlaunum. Hún er líka miklu vakrari en uppá 8, en sýndi það ekki nú, enda dálítið vandstillt inná full afköst enn sem komið er.

Birkir fór með Rjóð sína (Þóroddsdóttur og Unu) í byggingardóm. Hún fékk nú 8,14, og hækkaði um ca. 35 stig frá því á áður áminnstri Hellusýningu.

Að þessu sinni fannst mér dómarnir sanngjarnir og svo sem ekki yfir neinu að kvarta – þótt maður hefði kannski vijað hálfan í viðbót á einum eða tveimur stöðum! Það er nú bara gamla sagan, og á ekkert skylt við hryðjuverk á borð við þau sem tæpt er á hér á undan. Dómnefndin var skipuð marghertum reynsluboltum, og það sem mest á ríður: Undir öruggri stjórn.

%d bloggers like this: