by Bjarni Þorkelsson | apr 25, 2014 | Fréttir
Í gærkvöldi fór fram lokakeppni í Uppsveitadeild. Keppt var í tölti og flugskeiði. Bjarni Bjarnason og Hnokki frá Þóroddsstöðum (u. Aroni Strandarhöfði og Dömu Þóroddsstöðum) stóðu sig vel í töltinu, urðu í þriðja sæti eftir harða keppni við sterka úrslitahesta....
by Bjarni Þorkelsson | apr 6, 2014 | Fréttir
Það hefur gengið glatt um helgina, þótt villtustu draumar hafi kannski ekki allir ræst. Þóroddsstaðaræktunin hefur verið dálítið í sviðsljósinu, beint og óbeint ef svo má segja. Föstudagskvöldið var síðasta keppniskvöld Meistaradeildar í hestaíþróttum. Lokagreinin var...
by Bjarni Þorkelsson | mar 28, 2014 | Fréttir
Í gærkvöldi fór fram í Flúðareiðhöll keppni í fimmgangi í Uppsveitadeild. Það varð úr þessu dágóð skemmtun, eins og ævinlega – þrátt fyrir ærið misjafnan hestakost: Á þessum tímum klárhestadýrkunar, er nefnilega ekki sjálfgefið að takist að finna nægilega marga...
by Bjarni Þorkelsson | feb 15, 2014 | Fréttir
Vetrarmót Loga og Trausta var haldið á laugardaginn. Þau fóru með þrjú hross, systkinin. Bjarni fór með Hrefnu í unghrossaflokkinn og Tinnu í aðalflokkinn, hvar Ragnheiður tefldi fram Eldingu. Hrefna (u. Þóroddi og Kolbrúnu) varð þriðja í tryppaflokknum, og kom mjög...
by Bjarni Þorkelsson | des 30, 2013 | Fréttir
Eins og gefið var til kynna í síðasta pistli, átti enn eftir að frumtemja drjúgan hóp Þóroddsstaðatryppa. Nú er því verki lokið, raunar fyrir jól. Hópurinn samanstóð af 4ra vetra folum, hvorki fleiri né færri en 10 talsins. Allir voru þægir og meðfærilegir, ganggóðir...
by Bjarni Þorkelsson | nóv 13, 2013 | Fréttir
Þessa daga er verið að útskrifa í bili nokkur heimatryppi, sem hafa verið í frumtamningu sl. uþb. sex vikur – og önnur sem voru nú í haust að byrja í 2. bekk. Af þessum hópi er allt gott að frétta, allt þægt og meðfærilegt, ganghreint og í langflestum er töltið...
by Bjarni Þorkelsson | okt 24, 2013 | Fréttir
Hér fyrir neðan er getið um helstu afrek Þóroddsstaðahrossa á keppnisvellinum árið 2013, þ.e. í kappreiðum og íþrótta- og gæðingakeppni. Aðeins eitt (segi og skrifa) kynbótahross var sýnt fullnaðardómi, Fáfnir frá Þóroddsstöðum (8,26). Funi fór svo í byggingardóm og...
by Bjarni Þorkelsson | okt 23, 2013 | Fréttir
Félagsfundur Hrs. Suðurlands var haldinn á miðvikudagskvöld (23. okt. ) í Hliðskjálf á Selfossi. Aðalefni fundarins var nýútkomin skýrsla markaðsnefndar samtakanna, sem ætlað var að gera tillögur um aðalverkefni ársins hjá Hrossaræktarsamtökunum: Markaðsmál í víðasta...
by Bjarni Þorkelsson | okt 7, 2013 | Fréttir
Viðtal við pistlahöfund thoroddsstadir.is birtist í Eiðfaxa í dag, tekið að aflokinni málstefnu um hrossarækt, sem haldin var á Hvanneyri á dögunum. Viðtalið tók hin kunna hestakona Birna Tryggvadóttir Thorlacius, og birtist það hér í fullri lengd. Trúverðugleiki og...
by Bjarni Þorkelsson | sep 27, 2013 | Fréttir
Drógum undan Nökkva í dag og slepptum honum í bili. Nökkvi er 3ja vetra stóðhestur undan Keili frá Miðsitju og Blökk minni, Þyrnisdóttur og Jöru. Hann er mesti myndarpáfi, hálsgrannur og hálslangur, bolléttur og háfættur, dökkjarpur, stór og stæðilegur. Nökkvi er...