Bjarni Bjarnason og Hera frá Þóroddsstöðum, 9 vetra dóttir Kjarvals og Gunnar frá Þóroddsstöðum gerðu sér lítið fyrir og unnu 250 m skeiðið á Reykjavíkurmeistaramótinu. Og tíminn lagsmaður, hann var ekkert slor: 22,3 sekúndur, næstum heilli sekúndu betri en tíminn á næsta hesti, stórvekringnum Andra frá Lynghaga (23,24, knapi Sigurbjörn Bárðarson). Þriðji varð Fálki frá Stórahofi á 23,96 (kn. Gústaf Ásgeir Hinriksson), fjórða Vaka frá Sjávarborg á 24, 07 (kn. Ævar Örn Guðjónsson), fimmta Þöll frá Haga á 25,04 (kn. Ragnar Tómasson).

Hera gerði það líka gott hjá Bjarna í 100 m flugskeiði í dag, varð þriðja á 7,85 sek. Jökull frá Efri-Rauðalæk (kn. Teitur Árnason) varð sigurvegarinn, fór á 7,79. Í öðru sæti á 7,80 varð Spyrna frá Vindási (kn. Eyjólfur Þorsteinsson), fjórða Ísabel frá Forsæti á 7,89 (kn. Ragnar Tómasson).
Þessi 4 hross skáru sig algerlega úr, hreinsuðu sig af keppinautunum.

150 m skeiðið var spennandi og hnífjafnt, rétt eins og 100 metrarnir. Þar varð fyrstur Tumi frá Borgarhóli á 14,61 (kn. Teitur Árnason), annar Skemill frá Dalvík á 14,61 einnig (kn. Reynir Örn Pálmason), þriðja engin önnur en Vera frá Þóroddsstöðum á 14,93 (kn. Eyjólfur Þorsteinsson), fjórði Hnikar frá Ytra-Dalsgerði á 14,96 (kn. Erling Sigurðsson).

Athygli vakti glæsileg framganga Valdimars Bergstað við þularstörfin í dag. Þar kvað við nýjan tón, léttar og vandaðar kynningar á kappreiðahestunum, ættum þeirrra og uppruna – og nokkur grein gerð fyrir fyrri afrekum.
BÞ.

%d bloggers like this: