Eins og gefið var til kynna í síðasta pistli, átti enn eftir að frumtemja drjúgan hóp Þóroddsstaðatryppa. Nú er því verki lokið, raunar fyrir jól. Hópurinn samanstóð af 4ra vetra folum, hvorki fleiri né færri en 10 talsins.

Allir voru þægir og meðfærilegir, ganggóðir og hreingengir. Folarnir eru þessir:
Díli, rauðskjóttur u. Gleði og Grunni frá Grund. Stór og fallegur, afar traustlegur og góðgengur.
Nasi, bleikálóttur, nösóttur, u. Grímu og Hnokka frá Fellskoti. Þægur og lofandi, sérlega hálsfallegur.
Svörður, dökkjarpur u. Hörn og Blika frá Nýjabæ, Illingssyni. Gullfallegur og fossprúður, bráðefnilegur.
Peyi, rauðtvístj. u. Dömu og Þór Búlandi, Þóroddssyni. Gerðarlegur foli og gæfulegur á allan hátt.
Hljómur, bleikálóttskjóttur u. Hlín og Þóroddi. Léttbyggður og herðagóður, fjarskalega efnilegur.
Frami, rauðtvístj.blesóttur u. Kolbrúnu og Þóroddi. Gæfulegur foli, þægur og ganggóður.
Höttur, brúnhöttóttur u. Össu og Ás frá Ármóti. Þægur, eðlisreistur, ganggóður – efnilegur.
Vikar, dökkjarpur u. Hæru og Þresti frá Hvammi. Allt jákvætt um þennan líka!
Flekkur, rauðskjóttur u. Fléttu og Blika frá Nýjabæ. Meðalfoli að gerð og vörpuleik, ganggóður mjög.
Atlas, bleiktvístj. u. Frigg og Stála. Taminn í sumar af eigandanum Þ.Bj. Mjög efnilegur.
Dropi, rauðtvístj. u. Snót og Kvisti Skagastr. Taminn í fyrrahaust, geltur í haust. Efnisfoli og kom fljótt til.
Og þá er einungis eftir að nefna graðhestinn í þessum aldurshópi, Funa IS 2009188808 frá Þóroddsstöðum. Hann er u. Blökk og Sæ frá Bakkakoti – og mun ýmsum þykja það tíðindi, því hann hefur hingað til verið talinn u. Hæru og Þresti frá Hvammi. DNA – sýni afsannaði það, og í framhaldinu kom í ljós að folöld munu hafa víxlast, sem fæddust sömu nóttina.
Funi fékk 8,50 f. byggingu í kynbótadómi í vor, og er talinn bráðefnilegur að reiðhestskostum líka – þannig að.

%d bloggers like this: