Skeiðmót á Kjóavöllum

Hera fór 250 m skeiðið á 22,1 í kvöld hjá Bjarna mínum – keppnislaus og í mótvindi, er mér sagt. Þetta er trúlega hreinasta afrek, næsta hross á 22,9 – og það var enginn aukvisi, hin pottþétta Vaka frá Sjávarborg hjá Ævari Erni. Kannski meir um þetta...

Sigurganga í Uppsveitadeild

Lokakvöld Uppsveitadeildarinnar var í gær. Bjarni Bjarnason og Hnokki frá Þóroddsstöðum unnu töltið með glæsibrag (7,67), og sýndu þar með og sönnuðu að Hnokki er einstakur gæðingur og Bjarni einstakur þjálfari og tamningamaður. Þeir sigruðu nefnilega í fimmgangi...

Flugskeið í Meistaradeild

Sigur í Meistaradeild – Bjarni Bjarnason og Hera frá Þóroddsstöðum bættu skrautlegri fjöður í afrekshatt sinn í gærkvöldi, þegar þau báru sigurorð af keppinautum sínum í flugskeiði (hallarskeiði) Meistaradeildar í hestaíþróttum. Tíminn var 5,97, sprettfærið sagt...

Uppsveitadeild, fimmgangur

Fimmgangur uppsveitadeildar var í gærkvöldi á Flúðum. Bjarni Bjarnason og Hnokki frá Þóroddsstöðum unnu það með 7,29 í einkunn. Um daginn fengu þeir 7,0 í fjórgangi og urðu í öðru sæti, hárfínt. Spennandi að sjá hvernig þeim gengur í töltinu þann 17. apríl! Hnokki er...

Fínar fréttir

Skemmtilegar fréttir af ungum og efnilegum Þóroddsstaðahrossum og afkvæmum Þórodds: Í sömu vikunni hafa nú orðið þau tíðindi að Þóroddssynir á sjötta vetri sigruðu fimmgangskeppni. Austri frá Flagbjarnarholti og Þórunn Hannesdóttir unnu fimmganginn í áhugamannadeild...

Að gefnu tilefni

Það má heita fáheyrt hvað menn láta sér um munn fara, þegar hrossarækt og hestamennska er annars vegar. Tilhæfulaust bull virðist eiga greiða leið að hjörtum hestamanna. Að gefnu tilefni finnst mér nú ástæða til þess – hér á heimasíðu Þóroddsstaða – að...

Enn sigrar Hera

Það hefur ekki hafst undan að greina frá öllum afrekum Heru og Bjarna Bjarnasonar. Þau unnu um daginn 100 m flugskeiðið á Skeiðleikum 5 á Selfossi (7,63). Í gær og dag gerði Hera sér lítið fyrir og gjörsigraði 250 m skeiðið á Metamóti Spretts á Kjóavöllum syðra. Að...

Heyannir á Þórodd

Heyskapur er nú hafinn á Þóroddsstöðum, svosem ekkert mikið seinna en algengast er – var þó orðinn óþreyjufullur að geta hafið sláttinn, enda túnið allt vel sprottið og ekki eftir neinu að bíða – nema þurrkinum. Uþb. 200 rúllur af heimatúnum á...

Landsmótssigur, Íslands- og heimsmet!

Enn og aftur lætur skeiðdrottningin Hera frá Þóroddsstöðum að sér kveða. Nú sigraði hún í skeiðkappreiðum landsmóts (250 m. skeið), og setti í leiðinni Íslands- og heimsmet: 21,76! Þessi árangur Bjarna Bjarnasonar og Heru frá Þóroddsstöðum er engin tilviljun, og...

Hera sigrar 250 m í Rvík

Bjarni Bjarnason og Hera frá Þóroddsstöðum, 9 vetra dóttir Kjarvals og Gunnar frá Þóroddsstöðum gerðu sér lítið fyrir og unnu 250 m skeiðið á Reykjavíkurmeistaramótinu. Og tíminn lagsmaður, hann var ekkert slor: 22,3 sekúndur, næstum heilli sekúndu betri en tíminn á...