Uppsveitadeild, fimmgangur

Fimmgangur uppsveitadeildar var í gærkvöldi á Flúðum. Bjarni Bjarnason og Hnokki frá Þóroddsstöðum unnu það með 7,29 í einkunn. Um daginn fengu þeir 7,0 í fjórgangi og urðu í öðru sæti, hárfínt. Spennandi að sjá hvernig þeim gengur í töltinu þann 17. apríl!

Hnokki er orðinn mjög jafn og góður, fetið og stökkið orðið álíka gott og aðrar gangtegundir. Vel að verki staðið Bjarni Bjarnason. Ragnheiður Bjarnadóttir og Elding urðu í 10. sæti, næst því að komast í B-úrslit. Þriðji félaginn, Guðjón Sigurliði, varð í 8. sæti. Bjarni leiðir nú einstaklingskeppnina (ásamt Arnari Bjarka), og Arionbankalið Hmf. Trausta er í 2. sæti (94,5 stig) í liðakeppni, efsta liðið er skammt undan.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

%d bloggers like this: