Horse – Expo á Þóroddsstöðum

Í tengslum við síðasta keppniskvöld Meistaradeildar er hér á landi staddur ca. 50 manna hópur á vegum Horse-Expo. Það kom allt til okkar að Þóroddsstöðum í dag fimmtudag, í tveimur hópum........ Þetta var mjög skemmtileg heimsókn. Við fræddum hópana svolítið um Þóroddsstaðaræktunina: Söguna, ræktunaráherslur fyrr og nú. Höfðinginn Þóroddur heilsaði upp á fólkið og lagt... Continue Reading →

Samantekt v/ uppskeruhátíðar hestamanna

Eftirfarandi var tekið saman í tilefni af því að Hrossaræktarbúið á Þóroddsstöðum var tilnefnt til tveggja heiðursviðurkenninga - sem Ræktunarbú og Keppnishrossabú ársins 2015 - og einnig vegna þess að Bjarni Bjarnason var tilnefndur sem skeiðknapi ársins 2015. Ræktunarsaga Þóroddsstaða / Laugarvatnshrossa hrossa spannar nú meira en hálfa öld. Helstu merkisberar hennar verða margir nefndir... Continue Reading →

Hrútasýning

Hér er fjasbókarfærsla BÞ þann 27/9 2015. Ég er búinn að liggja óþarflega lengi á því, góðu fjasbókarvinir, að hér á Þóroddsstöðum er nú í hópi ásetningslamba hrútur sem fékk 88 stig (38 fyrir BML: 9,5 f. bak og malir, 19 f. læri) ) á hrútasýningu/lambaskoðun um daginn. Annar lambhrútur er hér til, svartbotnóttur, uppá... Continue Reading →

Metamót Spretts

Þessi mynd (eidfaxi.is) er af sigurvegurum í 150 m. skeiði á Metamóti Spretts um liðna helgi. Jörpu hestarnir eru synir Þórodds frá Þóroddsstöðum: Dalvar frá Horni (14,23 sek) og Ormur frá Framnesi (14,58 sek). Tvö Þóroddsstaðahross voru í hópi þeirra sem fóru á svipuðum tíma. Blikka fór á 14,59 og nýliðinn Randver á 14,89. Kjarvals-... Continue Reading →

Heyskap lokið

Lauk í dag við heyskapinn - 450 rúllur, allstórar, hefur hinn vaski vélamaður Hermann í Miðdalskoti nú bundið fyrir okkur Þóroddsstaðafólk. Allt er þetta úrvalshey, amk. á mælikvarða hestamanna! Það bilaði hjá mér sláttuvél, en það tafði lítið - góður granni sá til þess. Svona eiga sýslumenn að vera þótt ég hafi tekið svo til... Continue Reading →

Hera á besta tíma ársins

Hera frá Þóroddsstöðum bar af í gær á Stórmóti Geysis - fór 100 m flugskeið á 7,42, besta tíma ársins. Birta frá Suður - Nýjabæ varð önnur á 7,87, og Glúmur frá Þóroddsstöðum (u. Veru og Ófeigi Þorláksstöðum) varð þriðji á 7,93. Þetta er aðeins í annað sinn sem Glúmur er reyndur á sprettfærinu, og... Continue Reading →

Trausti frá Þóroddsstöðum

Trausti frá Þóroddsstöðum, rauðblesóttur 4ra vetra stóðhestur, fór í kynbótadóm á Gaddsstaðaflötum í dag. Trausti er undan Þresti frá Hvammi og Snót frá Þóroddsstöðum, Aronsdóttur og Dömu, Glímudóttur, Sjafnardóttur, Slaufudóttur, Fjaðrardóttur frá Tungufelli - svo nefndar séu formæðurnar, allt 1. verðlauna hryssur og 3 af þeim með heiðursverðlaun f. afkvæmi. Útkoman var sérlega glæsileg: Bygging... Continue Reading →

Blikka tók það!

Skeiðfélagið hélt 4ðu Skeiðleikana í sumar. Að venju fórum við Þóroddsstaðafólk með fulla kerru, og ekki bara til að vera með. Nú gerði Blikka það best, varð fyrst í 150 m skeiði á sínum besta tíma 14,83. Hún er alltaf að sækja sig, og ef startið og niðurtakan heppnast (með réttu stökki), er ekki að... Continue Reading →

Skeiðmót á Kjóavöllum

Hera fór 250 m skeiðið á 22,1 í kvöld hjá Bjarna mínum - keppnislaus og í mótvindi, er mér sagt. Þetta er trúlega hreinasta afrek, næsta hross á 22,9 - og það var enginn aukvisi, hin pottþétta Vaka frá Sjávarborg hjá Ævari Erni. Kannski meir um þetta Kjóavallamót Spretts á næstunni, því fleiri Þóroddsstaðahross létu... Continue Reading →

Sigurganga í Uppsveitadeild

Lokakvöld Uppsveitadeildarinnar var í gær. Bjarni Bjarnason og Hnokki frá Þóroddsstöðum unnu töltið með glæsibrag (7,67), og sýndu þar með og sönnuðu að Hnokki er einstakur gæðingur og Bjarni einstakur þjálfari og tamningamaður. Þeir sigruðu nefnilega í fimmgangi (7,29) líka og urðu í 2. sæti (hárfínt) í fjórgangi (7,00) í fyrstu keppninni í febrúar. Ég... Continue Reading →

Proudly powered by WordPress | Theme: Baskerville 2 by Anders Noren.

Up ↑