Í tengslum við síðasta keppniskvöld Meistaradeildar er hér á landi staddur ca. 50 manna hópur á vegum Horse-Expo. Það kom allt til okkar að Þóroddsstöðum í dag fimmtudag, í tveimur hópum……..

Þetta var mjög skemmtileg heimsókn. Við fræddum hópana svolítið um Þóroddsstaðaræktunina: Söguna, ræktunaráherslur fyrr og nú. Höfðinginn Þóroddur heilsaði upp á fólkið og lagt var á samtals 5 hross: Gikk 4ra vetra, Ófeig 5 vetra, Trausta 5 vetra, Eldingu og Hnokka. Að auki voru teymd út á gólfið afrekshryssan Hera og Glúmur, svona til að undirstrika ræktunaráherslur búsins. Hrossin stóðu sig afar vel í reiðinni, og var ekki annað að heyra en heimsóknin mæltist vel fyrir hjá hinum útlendu gestum.

%d bloggers like this: