Það byrjaði í gærkvöldi, keppnistímabilið í skeiði. Bjarni fór með þrjú hross sem öll unnu til verðlauna, þótt góðmálmar hefðust nú ekki upp úr krafsinu.

Hera varð 3ja í 250 m skeiðinu á 23,2, Glúmur 4ði á 23,4. Blikka varð 5ta í 150 m skeiði á 15,5. Annars gekk það þannig til núna að Þóroddssonurinn Dalvar frá Horni varð hlutskarpastur í 250 metrunum (22,8, kn. Árni Björn Pálsson), og Árni Björn leiddi einnig til sigurs í 150 m skeiðinu Korku sína frá Steinnesi (15,07). Ég vona að þessi byrjun verði farsæl hjá Þóroddsstaðahrossunum; þau eiga eftir að komast í betri þjálfun, og mun þá gull og silfur verða í heimteknum varningi, svo sem venja býður.

%d bloggers like this: