Hér er fjasbókarfærsla BÞ þann 27/9 2015.

Ég er búinn að liggja óþarflega lengi á því, góðu fjasbókarvinir, að hér á Þóroddsstöðum er nú í hópi ásetningslamba hrútur sem fékk 88 stig (38 fyrir BML: 9,5 f. bak og malir, 19 f. læri) ) á hrútasýningu/lambaskoðun um daginn. Annar lambhrútur er hér til, svartbotnóttur, uppá 86 stig (36,5 BML: 9 bak og malir, 18,5 læri). 5 gimbrar voru settar á, allar með 18 eða 18,5 fyrir læri. Þar sem þetta er ósvikinn montstatus, læt ég undir höfuð leggjast að greina frá öðrum niðurstöðutölum sauðfjárræktar á Þóroddsstöðum í ár. Síst ætla ég að minnast ég á fjárhagslega afkomu, nema ég geti þess í framhjáhlaupi að innleggið fer langt með að borga heyið sem fór í féð í vetur!!!

%d bloggers like this: