Bjarni Bjarnason og Hera frá Þóroddsstöðum urðu í kvöld sigurvegarar í flugskeiði Meistaradeildar.

Þetta er annað árið í röð sem sigur vinnst hjá þessu pari. Að þessu sinni voru yfirburðirnir ótvíræðir; þau lönduðu tveimur langbestu tímunum: 5,98 og 6,00! Lið þeirra Auðsholtshjáleiga varð stigahæsta liðið og liðsfélaginn Árni Björn Pálsson stigahæsti knapi Meistaradeildar 2016. Hamingjuóskir frá Þóroddsstöðum!

%d bloggers like this: