Hera frá Þóroddsstöðum bar af í gær á Stórmóti Geysis – fór 100 m flugskeið á 7,42, besta tíma ársins.

Birta frá Suður – Nýjabæ varð önnur á 7,87, og Glúmur frá Þóroddsstöðum (u. Veru og Ófeigi Þorláksstöðum) varð þriðji á 7,93. Þetta er aðeins í annað sinn sem Glúmur er reyndur á sprettfærinu, og góð undirstrikun á því hvílíkt stórefni hann er. Blikka fór á 8,3 hjá Camillu, og Bjarni reyndi þarna nýliðann Randver frá Þóroddsstöðum (u. Gunni og Illingi) . Randver fór á 8,32 í fyrri spretti, og glingraði við mun betri tíma í seinni spretti – en hrökk upp rétt að segja á marklínu.
Þetta hef ég allt eftir munnlegum heimildum (var í heyskap sjálfur) – þar sem lítt hefur verið greint frá þessu í netmiðlum hestamanna ennþá. Og það er nú ekki í fyrsta sinn sem ég er fyrstur með fréttirnar hér á Fjasbók, þótt ég bíði stundum átekta, og hyggist fremur deila fréttunum en skrifa þær sjálfur.

%d bloggers like this: