Hér fyrir neðan er getið um helstu afrek Þóroddsstaðahrossa á keppnisvellinum árið 2013, þ.e. í kappreiðum og íþrótta- og gæðingakeppni. Aðeins eitt (segi og skrifa) kynbótahross var sýnt fullnaðardómi, Fáfnir frá Þóroddsstöðum (8,26). Funi fór svo í byggingardóm og fékk 8,50. Vonandi verður fleira frásagnarvert af þeim vettvangi strax á næsta ári – það fer reyndar eftir ýmsu, eins og fara gerir, m.a. því hvort kynbótadómarnir öðlast aftur þann trúverðugleika sem nauðsynlegur er til þátttöku í þeim leik. Að minnsta kosti verður að vera sýnt að til þess standi vilji af hálfu kerfisins og þeirra sem ábyrgð bera á stöðunni eins og hún er nú.
En hérna er semsagt listinn, sem lofað var hér í upphafsorðum:

Keppnisárangur Þóroddsstaðahrossa 2013, helstu afrek.

Hera IS 2005288800 frá Þóroddsstöðum
Íslandsmeistari í 100 m flugskeiði (7,79 sek.) á Íslandsmótinu í Borgarnesi. Knapi Bjarni Bjarnason.
Landsmótsmeistari í 100 m flugskeiði (7,9 sek.) á Landsmóti UMFÍ á Selfossi. Knapi Bjarni Bjarnason.
3ja sæti í hallarskeiði (5,99 sek.) Meistaradeildar í Ölfushöll. Knapi Bjarni Bjarnason.
Besti hlauptími í sumar:
Í 250 m skeiði á Skeiðleikum 4 á Selfossi (22,6 sek.) Knapi Bjarni Bjarnason.
Í 100 m flugskeiði á Skeiðleikum 3 á Selfossi (7,65 sek.) Knapi Bjarni Bjarnason.

Vera IS 1999288806 frá Þóroddsstöðum
Sigurvegari í 150 m skeiði (14,76 sek.) Meistaradeildar í Reykjavík. Knapi Eyjólfur Þorsteinsson.
Sigurvegari í 100 m flugskeiði á FM 2013 á Fornustekkum. Knapi Eyjólfur Þorsteinsson.

Dís IS 2005288804 frá Þóroddsstöðum
Besti hlauptími í sumar:
Í 100 m flugskeiði á Skeiðleikum 4 á Selfossi (8,07 sek.) Knapi Bjarni Bjarnason.
Í 150 m skeiði á Skeiðleikum 4 á Selfossi (16,17 sek.) Knapi Bjarni Bjarnason.

Blikka IS 2006288809 frá Þóroddsstöðum
Besti hlauptími í sumar:
Í 150 m skeiði á Metamóti Spretts á Kjóavöllum (15,16). Gott hjá nýliða! Knapi Bjarni Bjarnason.

Hnokki IS 2007188805 frá Þóroddsstöðum
Hlaut 8,37 í A-flokki á Metamóti Spretts – í sinni fyrstu A-flokkskeppni. Tók sín fyrstu skref í keppni í Meistaradeild uppsveita sl. vetur. Knapi Bjarni Bjarnason.

Tinna IS 2007288804 frá Þóroddsstöðum
Hlaut 8,27 í A-flokki á Metamóti Spretts. Knapi Bjarni Bjarnason. Tinna var valin fegursti gæðingur mótsins á Gæðingamóti Hestamannafélagsins Trausta á Laugarvatni. Knapi Þorkell Bjarnason.

Vissa IS 2008288814 frá Þóroddsstöðum
Hlaut A-flokksbikar Hmf. Trausta á Gæðingamóti félagsins á Laugarvatni. Knapi Bjarni Bjarnason.
Loks má geta þessara afkvæma Þórodds frá Þóroddsstöðum sem unnu til titla, sumra eigi alllítilla:
Þórdís frá Lækjarbotnum varð tvöfaldur heimsmeistari á Heimsmeistaramóti í Berlín: Í 100 m flugskeiði ungmenna og í 250 m skeiði ungmenna.
Einnig vann hún 100 m flugskeið á FM 2013 á Kaldármelum.
Besti hlauptími Þórdísar í sumar var 7,46 sek. Gott ef það er ekki besti tími sumarsins. Knapi Konráð Valur Sveinsson.

Grafík frá Búlandi varð Íslandsmeistari í gæðingaskeiði á Íslandsmótinu á Akureyri. Knapi Ásmundur Ernir Snorrason. Ásmundur rjálaði við landliðssæti í undankeppni heimsmeistaramóts, á tveimur Þóroddsafkvæmum: Nefndri Grafík og stóðhestinum Hvessi frá Ásbrú.

Oddþór frá Gunnarsstöðum varð efstur í barnaflokki á FM 2013 á Fornustekkum. Knapi Agnar Ingi Rúnarsson.

%d bloggers like this: