26. ágúst 2010 – Hestaferð – dagur 4

Það er ekki ónýtt að geta gengið að því vísu að fá beit fyrir hrossin í Kaldárhöfða. Við fórum þaðan í morgun og héldum austur á heiði og svo niður Búrfellsdalinn. Síðan þjóðveginn að Klausturhólum, þar ofan túns að Björk. Þar stóð hlaðið kaffiborð hjá Birni bónda....

25. ágúst 2010 Hestaferð – dagur 3

Sölvi bættist í hópinn í morgun, er riðið var frá Efstadal. Hann er með 5 hross, sum fílefld. Riðið var með veginum alveg að Laugarvatni, það er svo sem sæmilegur sumarreiðvegur og eiginlega mun betri en tilsvarandi reiðvegur upp í Tungum. Síðan var farinn...

4. ágúst 2010 Hestaferð – dagur 2

Já, Magnús í Kjarnholtum gerði það ekki endasleppt við okkur í morgun. Hann fylgdi okkur að vaði á Tungufljóti skammt fyrir ofan Kjarnholtabæina, og svo upp með fljótinu að vestanverðu – allt á þessum líka fínu götum. Við fórum svo nýjan reiðveg á bak við...

Hestaferð

24. ágúst 2010. Lögðum af stað í hestaferð í gær, fimm manns með 41 hross. Riðum í Kjarnholt, þar sem við fengum góðar móttökur að venju, menn og hestar. Á morgun er stefnan tekin á Efstadal. Allt gekk eins og í sögu, reksturinn hnökralaus og gæðingsefnin eru að byrja...

Kynbótadómar sem kvöldskemmtun

Ég las í morgun grein á vefútgáfu Eiðfaxa um nýstárlega útfærslu kynbótasýninga, og skrifaði af því tilefni þessa athugasemd: „Mjög athyglisverð tilhögun, eins og sannast hefur á Skeiðleikum. Verst ef þetta WR kjaftæði er að eyðileggja þá frábæru skemmtun, með...

Margfaldur landsliðsmaður hirðir rúllur

Þóroddsstaðabúinu hefur borist gríðarlega öflugur liðsstyrkur í baráttunni fyrir að koma heyinu heim. Undanfarna tvo daga hefur hinn margfaldi landsliðsmaður í körfubolta, Hjörtur Harðarson keyrt heim rúllur af miklum móð. Móðurinn er slíkur að ekki eru nema örfáar...

12.01.11

Ætli það sé ekki alveg út úr korti að skrifa dagbók á heimasíðuna sína? Og skrifar yfirleitt einhver dagbók sem hver sem er getur lesið jafnóðum? Varla getur hún orðið mjög persónuleg með því móti – og þar með geta þvílík skrif vart flokkast sem dagbókarskrif....

11.01.11

Haldið áfram að járna í kuldanum – og skroppið á bak tamningatryppum og einstaka heimahrossi. Gáfum líka ormalyf 2ja og 3ja vetra tryppum, sem við slepptum svo samanvið fylfullu hryssurnar og veturgömlu tryppin í Heimamýri. Þar er tryggt vatn, en annars horfir...

Hrossaræktarráðstefna 2009

Suma daga eru vefsíður, blöð og tímarit, sem kenna sig við hesta og hestamennsku, stútfull af tilefnum til þess að reisa við rönd. Sá sem hér stendur er raunar seinþreyttur til vandræða og lætur alla jafna yfir sig ganga í fjölmiðlum ýmislegt sem flokka má sem...