Þóroddsstaðabúinu hefur borist gríðarlega öflugur liðsstyrkur í baráttunni fyrir að koma heyinu heim. Undanfarna tvo daga hefur hinn margfaldi landsliðsmaður í körfubolta, Hjörtur Harðarson keyrt heim rúllur af miklum móð. Móðurinn er slíkur að ekki eru nema örfáar rúllur eftir á túnunum og ef fram fer sem horfir verða þær allar komnar heim fyrir kaffi í dag. Hjörtur byrjaði gríðarlega vel í hinu nýja starfi sínu og þykir efnilegur heybílstjóri. Dagsdaglega starfar hann hjá Landsbankanum í Keflavík. Hann ku þó vera farinn að íhuga að gera heykeyrsluna að sínu aðalstarfi.

%d bloggers like this: