17.01.11

Loksins gerði smá snjóföl, að segja má langþráð, því það mýkti mikið reiðgötuna. Riðum sumsé út í draumafæri í dag, feðgar. Allt gott af því að frétta. Hamsdóttirin hans Hreins, Röst frá Laugarvatni, er nú að byrja að sýna sig aftur sem það gæðingsefni sem við sáum í...

14.01.11

Heyrði í dag skrýtna sögu af vel þekktu hestafólki – og kynbótadómurum – sem kom í hesthús hjá landsþekktum tamningamanni. Sá leiddi fram á stétt glæsilegt hross, og það stóð ekki á því negla saman einn byggingardóm uppá 8,40 – 8,50. Svo var spurt:...

13.10.11

Svo ég haldi áfram að vitna í gamla Laugdælinga, núna í tilefni af bitrum kulda sem bítur í kinnar á útreiðunum. Pálmi á Hjálmsstöðum útbjó fyrripart á spilakvöldi Kvenfélagsins. Að vanda skyldi verðlauna besta botninn. Þorkell á Laugarvatni var meðal þeirra sem...

10.01.11

Þorkell tók í gær tvö hross suður til Keflavíkur, Veru og Straum. Camilla Petra ætlar að þjálfa Veru fyrir átök sumarsins – raunar ætla ég að það verði frekar eins og léttur leikur hjá þeim, því báðar eru fimar og flinkar……… Þorkell var Straumi...

Nýju ári heilsað

Að vanda var ég með lífið í lúkunum í gærkvöldi og nótt, er sprengiregnið hófst með tilheyrandi eldglæringum og þórdunum. Hamsleysið og hófleysið virðist alltaf færast í aukana, og nú mátti þetta ekki tæpara standa með hrossin. Auðvitað vissi maður ekkert hvað á gekk...

Gamla árið kvatt

Þótt hart væri undir fæti og reiðfærið því ekki uppá það allra besta, vorum við Ragnheiður sannfærð um það í dag að við værum vel ríðandi, hún á Ígli sínum og ég, gamlipabbi, á Vísi og teymdi skeiðdrottninguna Hrund. Annars er það að frétta að Þorkell var hérna í...

1. des. 2010

Jæja, þá er nú rétt að fara að huga að skriftum á nýjan leik. Það hafa staðið tamningar í allt haust hjá Bjarna Bjarnasyni, mest frumtamningar. Af heimatryppum hafa þannig verið tamdar 7 þriggja vetra unghryssur og annað eins af 4ra vetra tryppum – auk...

Hrossaræktarráðstefna 2010

Ráðstefnustjóri, frummælendur – sem ég þakka fyrir góð erindi – og góðir ráðstefnugestir. Af því að ég er ekki viss um að önnur betri tækifæri gefist til þess, þá vil ég fyrir hönd móður minnar – sem ekki gat komið hingað af heilsufarsástæðum – og allrar...

Lokasprettur Andvara

Tókum þátt í A-flokki og skeiði á lokaspretti Andvara um helgina. Von Þóroddsdóttir var fyrsta hross í braut í A-flokki á laugardagsmorgun kl. 8. Hún átti mjög góða sýningu hjá Bjarna og fékk 8,38 í einkunn. Það var svo ákveðin spenna allan daginn, raunar alveg fram á...

Íslandsmót 2010

Fórum í skeiðið. Gat nú verið! Áður en lengra er haldið langar mig að benda á að í mínum huga er einn af höfuðkostum kappreiða sú einfalda staðreynd að skeiðklukkan sker úr um og mælir árangurinn – huglægt mat misviturra dómara er látið lönd og leið. Það var...