Að vanda var ég með lífið í lúkunum í gærkvöldi og nótt, er sprengiregnið hófst með tilheyrandi eldglæringum og þórdunum. Hamsleysið og hófleysið virðist alltaf færast í aukana, og nú mátti þetta ekki tæpara standa með hrossin. Auðvitað vissi maður ekkert hvað á gekk í myrkrinu, en helmingurinn af veturgömlu tryppunum í Heimamýrinni braust út úr girðingunni og var kominn hérna upp að rimlahliði á heimreiðinni þegar Ragnheiður brá sér af bæ um stundarsakir eftir miðnættið. Við komum þeim inná gamla tún við illan leik, þau voru alveg stjörf af hræðslu og torræk fyrir bragðið. Það er alveg ljóst að þarna mátti ekki miklu muna að þau stykkju ærð á rimlahliðið og hentust út á þjóðveg. Ragnheiður er nú búin að fara Ígli sínum á bak á hverjum degi síðan hann var járnaður á annan í jólum, Hann er fljótur að komast í form, sýnist mér – eins og gengur og gerist með uppkomna hesta, svona eðlisgóða. Ég prófaði í dag í fyrsta skipti Kraka minn, sex vetra gamlan eflingshest undan Hörn og Sjóla frá Dalbæ. Hann er ganggóður og hreingengur, en líka alveg bráðviljugur.
Nýlegar færslur
Efnisorð
250m Skeið
Bjarni
Bjarni Bjarnason
Bjarni Þorkelsson
Blikka frá Þóroddsstöðum
Dalvar frá Horni
Dómar
Eiðfaxi
Fjöður frá Þóroddsstöðum
Formannskjör
Glúmur frá Þóroddsstöðum
Heimsmethafi
Hera frá Þóroddsstöðum
Hestamaður
Hestamenn
Hnokki frá Þóroddsstöðum
Hrossarækt
Hólar í Hjaltadal
Korka frá Steinnesi
Kynbótahross
Landsmót 2016
Landsmót Hestamanna
Landssamband Hestamannafélaga
Landssýning
LH
Meistaradeild
Skeið
Skoðun
Trausti frá Þóroddsstöðum
Árni Björn Pálsson
Æviskeið
Íslandsmethafi
Þorkell Bjarnason
Þóroddsstaðir
Þóroddstaðir