Jæja, þá er nú rétt að fara að huga að skriftum á nýjan leik. Það hafa staðið tamningar í allt haust hjá Bjarna Bjarnasyni, mest frumtamningar.

Af heimatryppum hafa þannig verið tamdar 7 þriggja vetra unghryssur og annað eins af 4ra vetra tryppum – auk aðkomutryppa, 12 talsins. Auk þess hafa verið til taks nokkur meira tamin tryppi, sem áherslan færist nú fremur á þegar hitt er útskrifað í bili. Bjarni járnaði í gær Straum frá Laugarvatni, 6 vetra gamlan Þóroddsson sem ég fékk hjá Hreini bróður mínum fyrir réttu ári. Það er komið gott vetrarfæri, smá snjóföl, og bráðum fer að verða hálfgaman aððí, spái ég.

%d bloggers like this: