Það er ekki ónýtt að geta gengið að því vísu að fá beit fyrir hrossin í Kaldárhöfða. Við fórum þaðan í morgun og héldum austur á heiði og svo niður Búrfellsdalinn. Síðan þjóðveginn að Klausturhólum, þar ofan túns að Björk. Þar stóð hlaðið kaffiborð hjá Birni bónda.

Síðast áfanginn heim að Þóroddsstöðum steigst svo létt á frábæru reiðfæri, í þessu undragóða veðri sem við höfum fengið alla ferðina. Kraki er orðinn ansi góður og tilbúinn – það verður gaman að taka hann fram af skaftinu í vetur. Sama gildir um Baug, hann hefur tamist mikið í ferðinni. Ígull og Vísir eru að verða sannkallaðir höfðingjar, og munu kannski fara á stall með betri hestum fjölskyldunnar. Mestur ljómi stendur nú samt um Þóroddsdótturina Von af þessum ferðahrossum…………. Kannski verður skrifað meira um hana síðar hér.
Í þessari ferð var allt á sömu bókina lært: Veðrið, reiðfærið, fólkið og hrossin – allt til fyrirmyndar.

%d bloggers like this: