by Bjarni Þorkelsson | nóv 1, 2012 | Greinar
Ráðstefnustjóri, frummælendur – sem ég þakka fyrir góð erindi – og góðir ráðstefnugestir. Ég vil byrja á því að óska öllum verðlaunahöfum dagsins innilega til hamingju með sína vegsemd. Ég vakti máls á því við svipað tækifæri í fyrra að...
by Bjarni Þorkelsson | okt 30, 2012 | Fréttir
Ég get ekki stillt mig um að setja hérna frábæra vetrarmynd af Eldingu frá Þóroddsstöðum setinni af Ragnheiði Bjarnadóttur. Myndin er tekin 21. janúar í vetur (2012), og sýnir glöggt vetrarríkið um þær mundir. Elding er félagsgæðingur Hmf. Trausta árin 2011 og 2012...
by Bjarni Þorkelsson | okt 22, 2012 | Fréttir
Nú hefur litið dagsins ljós niðurstaða starfshóps Hrs.samtaka Suðurlands um fyrirkomulag kynbótasýninga á landsmótum. Margt er þar vel athugað, en tæplega er hægt að tala um einhuga niðurstöður eða breytingatillögur. Ég ætla raunar ekki að gera niðurstöður...
by Bjarni Þorkelsson | okt 16, 2012 | Fréttir
Í gær var birt nýtt kynbótamat, niðurstaðan eftir að allir dómar ársins eru gengnir. Og svo ég tali nú hreint út: Niðurstaðan er afar athyglisverð og óneitanlega hagstæð fyrir þann sem heldur út þessari síðu, thoroddsstadir.is. Vona að mér fyrirgefist þótt ég horfi á...
by Bjarni Þorkelsson | ágú 28, 2012 | Fréttir
Í dag var lokið við heyskapinn, bundið af skæklum á Apavatni neðra – „þar er lengi hægt að slá“ – og öllu ekið „heim í garð“ eins og einhvern tíma hefði verið sagt. Uppskeran varð 72 rúllur, og heyfengurinn á Þóroddsstöðum alls í...
by Bjarni Þorkelsson | júl 29, 2012 | Fréttir
Það var fallegur dagur á Laugarvatni þegar gæðingakeppni Hestamannafélagsins Trausta var haldin á nýja vellinum við Stóragil eystra. Veðrið var eins og best verður á kosið og mótsstaðurinn sjálfur er engum öðrum líkur hér á landi, hvar hann kúrir undir háum brúnum...
by Bjarni Þorkelsson | júl 12, 2012 | Fréttir
Það verður að viðurkennast – það vefst svolítið fyrir að skrifa um landsmótsþátttökuna. Sjálfsagt af því að hversdagsleg færsla á heimasíðu getur tæplega komið því til skila hversu stór stundin var, þegar Þóroddur kom fram með tólf afkvæmum sínum og hlaut...
by Bjarni Þorkelsson | apr 29, 2012 | Fréttir
Á sunnudaginn var haldinn – og vel heppnaður – Stóðhestadagur Eiðfaxa á Brávöllum við Selfoss. Þetta er tilraun til að endurvekja gömlu Gunnarsholtsstemninguna, að sögn þeirra sem að stóðu. Og svei mér ef það tókst ekki bara bærilega, enda lék veðrið við....
by Bjarni Þorkelsson | apr 22, 2012 | Fréttir
Sótti á miðvikudag, síðasta vetrardag, aðalfund Búnaðarsambands Suðurlands á Heimalandi undir Eyjafjöllum, einn fimm fulltrúa Hrossaræktarsamtaka Suðurlands. Fleiri hestamenn voru svo þarna staddir sem fulltrúar sinna búnaðarfélaga, og slógust í hópinn þegar fundað...
by Bjarni Þorkelsson | mar 27, 2012 | Fréttir
Sá í gærkvöldi á Hestafréttum forvitnilegt viðtal við Bjarna Jónasson, tamningamann í Skagafirði. Bjarni er með báða fætur á jörðu, enda sveitamaður að vestan, sjálfsagt alinn upp við alla brúkun á hrossum – en jafnframt nú orðið með starfsemi og hrossasölu í...