Ég get ekki stillt mig um að setja hérna frábæra vetrarmynd af Eldingu frá Þóroddsstöðum setinni af Ragnheiði Bjarnadóttur. Myndin er tekin 21. janúar í vetur (2012), og sýnir glöggt vetrarríkið um þær mundir. Elding er félagsgæðingur Hmf. Trausta árin 2011 og 2012 – fyrra árið í A-flokki og hið seinna í B-flokki – eins og fram kemur á sölusíðunni hér fyrir ofan, ásamt nánari upplýsingum um þetta listahross. Þar eru fleiri myndir og myndband af kynbótasýningu, sem fleytti henni í 8,05 fyrir hæfileika.

%d bloggers like this: