by Bjarni Þorkelsson | des 31, 2010 | Fréttir
Þótt hart væri undir fæti og reiðfærið því ekki uppá það allra besta, vorum við Ragnheiður sannfærð um það í dag að við værum vel ríðandi, hún á Ígli sínum og ég, gamlipabbi, á Vísi og teymdi skeiðdrottninguna Hrund. Annars er það að frétta að Þorkell var hérna í...
by Bjarni Þorkelsson | des 1, 2010 | Fréttir
Jæja, þá er nú rétt að fara að huga að skriftum á nýjan leik. Það hafa staðið tamningar í allt haust hjá Bjarna Bjarnasyni, mest frumtamningar. Af heimatryppum hafa þannig verið tamdar 7 þriggja vetra unghryssur og annað eins af 4ra vetra tryppum – auk...
by Bjarni Þorkelsson | sep 6, 2010 | Fréttir
Tókum þátt í A-flokki og skeiði á lokaspretti Andvara um helgina. Von Þóroddsdóttir var fyrsta hross í braut í A-flokki á laugardagsmorgun kl. 8. Hún átti mjög góða sýningu hjá Bjarna og fékk 8,38 í einkunn. Það var svo ákveðin spenna allan daginn, raunar alveg fram á...
by Bjarni Þorkelsson | ágú 29, 2010 | Fréttir
Fórum í skeiðið. Gat nú verið! Áður en lengra er haldið langar mig að benda á að í mínum huga er einn af höfuðkostum kappreiða sú einfalda staðreynd að skeiðklukkan sker úr um og mælir árangurinn – huglægt mat misviturra dómara er látið lönd og leið. Það var...
by Bjarni Þorkelsson | ágú 27, 2010 | Fréttir
Það er ekki ónýtt að geta gengið að því vísu að fá beit fyrir hrossin í Kaldárhöfða. Við fórum þaðan í morgun og héldum austur á heiði og svo niður Búrfellsdalinn. Síðan þjóðveginn að Klausturhólum, þar ofan túns að Björk. Þar stóð hlaðið kaffiborð hjá Birni bónda....
by Bjarni Þorkelsson | ágú 26, 2010 | Fréttir
Sölvi bættist í hópinn í morgun, er riðið var frá Efstadal. Hann er með 5 hross, sum fílefld. Riðið var með veginum alveg að Laugarvatni, það er svo sem sæmilegur sumarreiðvegur og eiginlega mun betri en tilsvarandi reiðvegur upp í Tungum. Síðan var farinn...