Fórum í skeiðið. Gat nú verið!
Áður en lengra er haldið langar mig að benda á að í mínum huga er einn af höfuðkostum kappreiða sú einfalda staðreynd að skeiðklukkan sker úr um og mælir árangurinn – huglægt mat misviturra dómara er látið lönd og leið.
Það var ekki dagurinn hennar Hrundar á föstudaginn, og lá hún hvorugan sprettinn (kýrstökk útúr básnum). Vera gerði það hins vegar gott hjá Camillu, átti glæsisprett í 150 m skeiði á tímanum 15,2 – sem gerði 4. sæti á Íslandsmóti, á meðal þeirra allra bestu. Óðinn og Sigurbjörn unnu að venju, nú á 14,6.
Á laugardagsmorgun fór Vera á 8,11 í 100 m fljúgandi skeiði, en Hrund fór tvo spretti á 8,3.
Vonast til að geta sagt ennþá betri fréttir um næstu helgi, en þá er stefnan tekin á Andvaramótið.
Horfði svo á úrslit í 4 flokkum. Síðasta greinin var fimmgangur, þar sigraði á afar sannfærandi hátt – í sterkum keppnisflokki – Hinrik Bragason og gæðingurinn Glymur frá Flekkudal. Sömu sögu var ekki að segja af úrslitum í tölti og fjórgangi, enda munaði mjóu
Upplifun dagsins var: Ósannfærandi dómgæsla. Kannski meira um það síðar – og kannski er óþarfi að einskorða sig við þá íþróttakeppni sem hér fór fram. BÞ.