Yfirlitssýning á hringvelli

Setti í greinasafnið hérna á síðunni hugleiðingar um yfirlitssýningu á hringvelli, sem viðraðar voru á fundinum á Ingólfshvoli um daginn. Vona að menn gefi gaum að þessu, hversu líklegt sem það er að fundurinn sjálfur, eins og úr honum spilaðist, skili okkur í áttina....

21.01.2012

Það var fallegt veður í dag, loksins. Eftir hefðbundinn snjómokstur var um að gera að nýta færið og það gerðu systkinin Bjarni og Ragnheiður, einnig Heiðrún vinkona Ragnheiðar. Hér sjást þær stöllur á skeiðdrottningunum Veru og Hrund. Bjarni fór á Vissu,...

Tekið á gjöf

Sóttum í gær 16 tryppi að Hömrum, þeim þarf að fara að hygla. Í dag var svo farið í Mosfell og tínt á kerruna ýmislegt sem nokkuð er ætlað með í vetur, og við viljum alls ekki að gefi sig í þessum harðindum. Þóroddsdæturnar Hrefna (undan Kolbrúnu), Vissa (undan Bliku)...

Folaldasýning Goða

Hin árlega folaldasýning Hrossaræktarfélagsins Goða var haldin á sunnudaginn í Hólmarshöll á Minniborg. Fólk dreif að úr öllum áttum með folöldin sín, en félagssvæði Goða er Grímsnes, Grafningur, Þingvallasveit og Laugardalur – svo vitnað sé til hinnar gömlu...

10.11.11

Það er orðið æði langt síðan eitthvað var að frétta héðan, að því er virðist. Og það er best að byrja þá á stórfrétt, þótt ýmsum kunni að virðast að komi tamningum og hestamennsku lítt við. Það er sumsé verið að leggja hitaveitu heim að Þóroddsstöðum, og sér þannig...

Af tamingum

Birkir og Bryndís komu í dag að taka út og sækja tvær hryssur, sem verið hafa í mánaðarlangri tamningu hjá Bjarna. Þær eru alsystur, undan Þóroddi og Stör, rauðstjörnóttar myndarhryssur, skortir þó prúðleika (ennistopp). Það er frábært upplag í þessum hryssum,...