by Bjarni Þorkelsson | des 14, 2011 | Fréttir
Sóttum í gær 16 tryppi að Hömrum, þeim þarf að fara að hygla. Í dag var svo farið í Mosfell og tínt á kerruna ýmislegt sem nokkuð er ætlað með í vetur, og við viljum alls ekki að gefi sig í þessum harðindum. Þóroddsdæturnar Hrefna (undan Kolbrúnu), Vissa (undan Bliku)...
by Bjarni Þorkelsson | nóv 13, 2011 | Fréttir
Hin árlega folaldasýning Hrossaræktarfélagsins Goða var haldin á sunnudaginn í Hólmarshöll á Minniborg. Fólk dreif að úr öllum áttum með folöldin sín, en félagssvæði Goða er Grímsnes, Grafningur, Þingvallasveit og Laugardalur – svo vitnað sé til hinnar gömlu...
by Bjarni Þorkelsson | nóv 10, 2011 | Fréttir
Það er orðið æði langt síðan eitthvað var að frétta héðan, að því er virðist. Og það er best að byrja þá á stórfrétt, þótt ýmsum kunni að virðast að komi tamningum og hestamennsku lítt við. Það er sumsé verið að leggja hitaveitu heim að Þóroddsstöðum, og sér þannig...
by Bjarni Þorkelsson | sep 23, 2011 | Fréttir
Birkir og Bryndís komu í dag að taka út og sækja tvær hryssur, sem verið hafa í mánaðarlangri tamningu hjá Bjarna. Þær eru alsystur, undan Þóroddi og Stör, rauðstjörnóttar myndarhryssur, skortir þó prúðleika (ennistopp). Það er frábært upplag í þessum hryssum,...
by Bjarni Þorkelsson | sep 14, 2011 | Fréttir
Sóttum á þriðjudaginn þrjá graðfola upp í Efstadal. Fáfnir er 3ja vetra glæsifoli undan Aroni og Klukku. Hann var aðeins fortaminn í vor, og verður nú brátt járnaður og látið reyna á hvort hann lofi ekki fremur góðu, eins og okkur hefur fundist. Funi er tveggja vetra,...
by Bjarni Þorkelsson | sep 10, 2011 | Fréttir
Af Þóroddsstaðahrossum er það að segja, að aðeins Vera gerði gilt hjá Bjarna á minningarmóti um Tómas Ragnarsson sem haldið var á Selfossi í dag. Tíminn á Veru var 14,75, og þriðja sætið staðreynd. Gletta frá Bringu var fyrst á 14,53, knapi nú var Ragnar Tómasson....