Fyrsta skeiðkeppni ársins

Þorkell hringdi í gærkvöldi og sagði fréttir af skeiðkeppni, sem haldin var í Reiðhöllinni í Víðidal og var þáttur í einhvers konar liðakeppni hestamannafélaga þar syðra. Camilla Petra var þar með Veru, og tókust vel sprettirnir. Þær lentu í þriðja sæti, tíminn 6,16...

Húsvitjun

Nú stendur fyrir dyrum – þann 19. mars – reiðhallarsýning í Rangárhöllinni á Gaddstaðaflötum. Þar er fyrirhuguð sýning á nokkrum afkvæmum Þórodds. Á þriðjudaginn vorum við þar á æfingu og sáum Grunn frá Grund og Von frá Þóroddsstöðum stimpla sig rækilega...

Folaldasýning Goða

Loksins tókst að koma á löngu fyrirhugaðri folaldasýningu Hrossaræktarfélagsins Goða á konudaginn sjálfan, í blessuðu góðviðri. Skyldu menn nokkuð hafa munað eftir hinu fornkveðna, að Góa ætti til grimmd og blíðu og gengi í éljapilsi síðu? Að venju var komið saman í...

15.02.11

Það var draumafæri í dag, og fer nú að færast fjör í leikinn. Í bili tekur því þó ekki að minnast á yngstu tryppin, enda eru þau mest æfð innivið ennþá. Get ekki stillt mig um að minnast á tvær rauðar frænkur, Þóroddsdótturina Eldingu og Þyrnisdótturina Dís. Elding er...

13.02.11

Við Magga fórum á bak í dag, hún í fyrsta skipti í vetur, náttúrulega á Hlé sinn. Ég reið Kraka, og er að verða býsna ánægður með hann Kraki er sex vetra gamall, sonur Harnar og Sjóla frá Dalbæ. Hann er afar spakur, fjalltraustur, öflugur, hreingengur, viljugur og...

25.01.11

Von Þóroddsdóttir er ævintýrahross, á því leikur ekki vafi. Að minnsta kosti var það að heyra á Bjarna í dag. Raunar minnir mig að það hafi verið aðeins lakara hljóð í honum dag einn í síðustu viku! En svona hefur það nú löngum gengið fyrir sig hér á bæ, ætli maður...