Þorkell hringdi í gærkvöldi og sagði fréttir af skeiðkeppni, sem haldin var í Reiðhöllinni í Víðidal og var þáttur í einhvers konar liðakeppni hestamannafélaga þar syðra.

Camilla Petra var þar með Veru, og tókust vel sprettirnir. Þær lentu í þriðja sæti, tíminn 6,16 sek.

Við erum með hugmyndir um að tefla Veru fram í 250 metrunum í sumar, gera að minnsta kosti tilraun með það. Ég held að það gæti hentað vel, skil ekki að fullharðnaða merina muni um að skeiða fullan sprett með svo léttan knapa. Við þurfum líka endilega að láta til okkar taka í sem flestum skeiðgreinanna, það er draumastaða.

Vonandi tekst Bjarna vel til með Kóng sinn í sumar, og að hann geti a.m.k. sýnt honum brautina. Hrund er svo til taks, að sjálfsögðu. Einhver leynivopn koma svo kannski í ljós þegar halla tekur sumri.

%d bloggers like this: