Af tamingum

Birkir og Bryndís komu í dag að taka út og sækja tvær hryssur, sem verið hafa í mánaðarlangri tamningu hjá Bjarna. Þær eru alsystur, undan Þóroddi og Stör, rauðstjörnóttar myndarhryssur, skortir þó prúðleika (ennistopp). Það er frábært upplag í þessum hryssum,...

Enn af tamningum

Sóttum á þriðjudaginn þrjá graðfola upp í Efstadal. Fáfnir er 3ja vetra glæsifoli undan Aroni og Klukku. Hann var aðeins fortaminn í vor, og verður nú brátt járnaður og látið reyna á hvort hann lofi ekki fremur góðu, eins og okkur hefur fundist. Funi er tveggja vetra,...

Lokasprettir sumarsins?

Af Þóroddsstaðahrossum er það að segja, að aðeins Vera gerði gilt hjá Bjarna á minningarmóti um Tómas Ragnarsson sem haldið var á Selfossi í dag. Tíminn á Veru var 14,75, og þriðja sætið staðreynd. Gletta frá Bringu var fyrst á 14,53, knapi nú var Ragnar Tómasson....

Undir Íslandsmeti!

Það voru frábærar aðstæður til kappreiðahalds í dag á Kjóavöllum, molluhiti og hægur andvari. Tímarnir voru eftir því, sérstaklega í 150 m skeiðinu. Fyrirkomulagið hjá Andvaramönnum var gamalkunnugt, tveir sprettir hvorn daginn. Hryssurnar okkar gerðu það gott strax í...

Sörlakappreiðar

Þóroddsstaðahryssurnar hafa vissulega stundum staðið framar, en urðu nú engu að síður allar þrjár í verðlaunasæti. Hera varð þriðja í 100 m skeiðinu á 7,83 (knapi Bjarni Bjarnason). Sigurvegarinn varð Hörður frá Reykjavík á 7,53 (knapi Daníel Smárason). Daníel var...