Innlegg

Í tilefni af örlitlu hænufeti í rétta átt, sendi ég svohljóðandi skeyti til LH – skrifstofu í morgun: „Komið þið sælar. Lýsi sérstakri ánægju með nýju stöðulistana, þar sem allt er haft í réttri röð, mismunandi eftir greinum. Þetta er mjög mikilvægt að...

Kappreiðar Sörla – seinni umferð

Seinni umferð 100 m skeiðsins var í kvöld, og enn bætti Hera sig hjá Bjarna. Hún fór nú á 7,65 í fyrri spretti og 7,67 í þeim seinni. Það eru nú annar og þriðji besti tími vorsins, aðeins Hörður frá Reykjavík, rammefldur fullorðinn klár hjá Daníel Inga Smárasyni fór á...

Kappreiðar hjá Sörla

Hera gerði það gott hjá Bjarna í kvöld og hlaut besta tímann í fyrri umferð í 100 m skeiði á Gullmóti Sörla., 8,14 sekúndur í mótvindi. Þetta er frumraun hennar í þessari skeiðgrein, og hefur raunar aðeins farið einu sinni áður á kappreiðar, þá í 150 metrana. Hera er...

22.05.11

Seldi í dag Vísi frá Þóroddsstöðum, afar góðan hest, litfagran og hraustan. Annan tilvonandi snilling sá ég svo undir kvöld hjá Þorkeli mínum, og vonast til að mynd hafi náðst af því – og komi í stað orðmargrar lýsingar. Hesturinn er Straumur frá Laugarvatni,...

Kynbótasýning í Reykjavík

Bjarni fór í dag með Von og Eldingu í kynbótadóm í Reykjavík. Það er skemmst frá því að segja að það gekk afbragðsvel. Von fékk 8,33 í aðaleinkunn og tryggði sér farseðil á LM 2011. Hún fékk 9 fyrir fótagerð og skeið og hvorki meira né minna en 9,5 fyrir vilja og...

Kappreiðar Harðar

Gerðum góða ferð í dag vestur yfir heiði, á kappreiðar hjá Herði í Mosfellsbæ. Vera sigraði 150 metrana, rann skeiðið á 14,35. Camilla Petra var knapinn, prúð og fumlaus í öllum aðgerðum. Þær áttu frábæra sprettaseríu, fóru fyrst keppnislaust á 15,01, síðan kom gildur...

05.04.11

Fór í dag austur á Hvolsvöll að sækja fóðurbæti – og notaði auðvitað ferðina. Kom fyrst til Brynjars Stefánssonar á Selfossi. Brynjar sýndi mér brúna hryssu Stefáns Pálssonar, undan Þóroddi. Hún er að verða fimm vetra. Ég var afskaplega ánægður með hana, tölt og...

Kappreiðar meistaradeildar

Fórum á kappreiðar og gæðingaskeið Meistaradeildar í dag í Hafnarfirði. Gott var blessað veðrið og völlurinn ótrúlega góður miðað við árstíma. Hins vegar var bágt að verða vitni að ótrúlega klúðurslegri framkvæmd kappreiðanna, vegna sérstakra reglna sem gilda í...

Aðalfundur Hrs. Suðurlands

Aðalfundur Hrossaræktarsamtaka Suðurlands var haldinn í kvöld. Fremur fátt var mætt, þrátt fyrir mjög áhugavert erindi um sumarexemrannsóknir Keldnafólks, gang mála og stöðuna í dag. Sigurbjörg Þorsteinsdóttir hafði framsögu um efnið, en Vilhjálmur Svansson var þarna...

25.03.11

Sá í gær til Bjarna á tveimur brúnum ungmerum. Þær eru Tinna (undan Glampa frá Vatnsleysu og Klukku) og Sparta (undan Þóroddi og Spátu). Þær eru að verða assgoti álitlegar, farnar að tölta ansi frjálslega. Ég reikna með því að þær séu alhliða gengar, þótt nokkuð hafi...