Gerðum góða ferð í dag vestur yfir heiði, á kappreiðar hjá Herði í Mosfellsbæ.
Vera sigraði 150 metrana, rann skeiðið á 14,35. Camilla Petra var knapinn, prúð og fumlaus í öllum aðgerðum. Þær áttu frábæra sprettaseríu, fóru fyrst keppnislaust á 15,01, síðan kom gildur sprettur sem láðist að taka tímann á! Í þriðja spretti náðist svo þessi úrvalstími, langbesti tími ársins enn sem komið er.
Hrund varð þriðja í dag, fór fyrri sprettinn á 15,41 en þann seinni á 15,33. Þorkell Bjarnason var knapinn að þessu sinni, svo segja má að vel byrji það hjá þeim.