Nökkvi frumtaminn

Drógum undan Nökkva í dag og slepptum honum í bili. Nökkvi er 3ja vetra stóðhestur undan Keili frá Miðsitju og Blökk minni, Þyrnisdóttur og Jöru. Hann er mesti myndarpáfi, hálsgrannur og hálslangur, bolléttur og háfættur, dökkjarpur, stór og stæðilegur. Nökkvi er...

Fjallferð Grímsnesinga og Austurleitarvísur G.Þ.

Fjallferð hófst í Grímsnesi föstudaginn 13. september. Bjarni Bjarnason fór fyrir Þóroddsstaði, með þrjá hesta og tíkina Týru frá Hrepphólum. Hestarnir eru ungir, sex og sjö vetra gamlir: Albræðurnir Láki og Glúmur, synir Veru og Ófeigs frá Þorláksstöðum. Þriðji...

Málþing á Hvanneyri

Ég ætla fyrst að segja frá því að ég skráði mig af bragði og fyrirvaralaust á Málþing um hrossarækt, sem auglýst var á dögunum. Ég stóð í þeirri trú að það væri haldið að gefnu tilefni – hélt raunar að málþingið væri beinlínis viðbragð Fagráðs í hrossarækt við því...

Enn af Metamóti

Munið þið eftir því að ég sagði fyrr í sumar frá „ofurtöltaranum“ og Þóroddsdótturinni Melkorku frá Hellu – í pistli sem ég kallaði Eðaltölt – meðaltölt. Nú eru komnar splunkunýjar fréttir af Melkorku. Hún komst í úrslit í tölti á Metamóti...

Metamót Spretts

Á þessum fyrsta afmælisdegi afastráksins Hróa Bjarna- og Freyjusonar, ætla ég að segja frá því að við gerðum dágóða ferð suður um helgina – nefnilega á Metamót Hestamannafélagsins Spretts. Síðan við vorum þar síðast á ferðinni er sem kraftaverk hafi verið unnið,...

Gæðingakeppni Trausta

Það hefur dregist um of hjá mér að greina frá helstu niðurstöðum úr gæðingakeppni Hestamannafélagsins Trausta. Raunar gerði ég heiðarlega tilraun til þess um daginn, en afleitt netsamband gerði að engu þó nokkur skrif, sem komin voru. Gæðingakeppnin var haldin á nýja...