Munið þið eftir því að ég sagði fyrr í sumar frá „ofurtöltaranum“ og Þóroddsdótturinni Melkorku frá Hellu – í pistli sem ég kallaði Eðaltölt – meðaltölt.

Nú eru komnar splunkunýjar fréttir af Melkorku. Hún komst í úrslit í tölti á Metamóti Spretts. Hún var talin önnur best á hægatöltinu, en hafnaði í 5. sæti að samanlögðu – kom uppúr B-úrslitum sem sigurvegari. Þessi unga hryssa gæti átt framtíðina fyrir sér í töltkeppni, aðeins 7 vetra gömul nú. Knapinn var Snorri Dal, en eigandinn er Helga Björk Helgadóttir. Leggið þetta nafn á minnið, lesendur góðir: Melkorka frá Hellu!

%d bloggers like this: