Að gefnu tilefni

Það má heita fáheyrt hvað menn láta sér um munn fara, þegar hrossarækt og hestamennska er annars vegar. Tilhæfulaust bull virðist eiga greiða leið að hjörtum hestamanna. Að gefnu tilefni finnst mér nú ástæða til þess – hér á heimasíðu Þóroddsstaða – að...

Enn sigrar Hera

Það hefur ekki hafst undan að greina frá öllum afrekum Heru og Bjarna Bjarnasonar. Þau unnu um daginn 100 m flugskeiðið á Skeiðleikum 5 á Selfossi (7,63). Í gær og dag gerði Hera sér lítið fyrir og gjörsigraði 250 m skeiðið á Metamóti Spretts á Kjóavöllum syðra. Að...

Heyannir á Þórodd

Heyskapur er nú hafinn á Þóroddsstöðum, svosem ekkert mikið seinna en algengast er – var þó orðinn óþreyjufullur að geta hafið sláttinn, enda túnið allt vel sprottið og ekki eftir neinu að bíða – nema þurrkinum. Uþb. 200 rúllur af heimatúnum á...

Landsmótssigur, Íslands- og heimsmet!

Enn og aftur lætur skeiðdrottningin Hera frá Þóroddsstöðum að sér kveða. Nú sigraði hún í skeiðkappreiðum landsmóts (250 m. skeið), og setti í leiðinni Íslands- og heimsmet: 21,76! Þessi árangur Bjarna Bjarnasonar og Heru frá Þóroddsstöðum er engin tilviljun, og...

Hera sigrar 250 m í Rvík

Bjarni Bjarnason og Hera frá Þóroddsstöðum, 9 vetra dóttir Kjarvals og Gunnar frá Þóroddsstöðum gerðu sér lítið fyrir og unnu 250 m skeiðið á Reykjavíkurmeistaramótinu. Og tíminn lagsmaður, hann var ekkert slor: 22,3 sekúndur, næstum heilli sekúndu betri en tíminn á...

Fleiri góðir dagar

Í gærkvöldi fór fram lokakeppni í Uppsveitadeild. Keppt var í tölti og flugskeiði. Bjarni Bjarnason og Hnokki frá Þóroddsstöðum (u. Aroni Strandarhöfði og Dömu Þóroddsstöðum) stóðu sig vel í töltinu, urðu í þriðja sæti eftir harða keppni við sterka úrslitahesta....