Fáfnir í 1. verðlaun

Á þriðudag í liðinni viku hlaut Fáfnir frá Þóroddsstöðum 1. verðlaun á kynbótasýningu á Gaddsstaðaflötum. Fáfnir er 5 vetra stóðhestur undan Aroni frá Strandarhöfði og Klukku frá Þóroddsstöðum, en hún er undan Þorra frá Þúfu og Áslaugu frá Laugarvatni, flugvakurri...

Ný skeiðstjarna?

Ný skeiðstjarna, Þórdís frá Lækjarbotnum, sigraði í 100 m skeiði á Gullmóti og úrtöku fyrir HM, sem haldið var nú í vikunni. Þórdís er dóttir Þórodds og Gyðju frá Lækjarbotnum, Baldursdóttur frá Bakka, Náttfarasonar frá Ytra-Dalsgerði. Þannig að – það er góður...

Auglýsing?

Þóroddur frá Þóroddsstöðum verður til afnota í Skagafirði frá 20. júní nk. Þóroddur hlaut heiðursverðlaun fyrir afkvæmi á LM 2012 í Reykjavík, sællar minningar. Í dómsorðum segir m.a. um þennan senuþjóf afkvæmasýningarinnar: “Flest afkvæmi Þórodds eru alhliðageng með...

Sveinn Guðmundsson – minning

Kletturinn fallinn. Látinn er í hárri elli Sveinn Guðmundsson á Sauðárkróki. Sveinn var einn þeirra manna sem fremstir fóru í því að finna íslenska hestinum nýtt og verðugt hlutverk í þjóðlífinu um miðja síðustu öld, þegar ýmsum virtist að dagar hans væru taldir....

Enn af kappreiðum

Það væri gaman að geta tekið undir með ritstjórn (?) isibless.is, þegar blaðamanni Eiðfaxa er hælt á hvert reipi fyrir umfjöllun um Stóðhestaveisluna í Ölfushöll, sem haldin var á laugardagskvöldið – en ég var ekki þar staddur og er því ekki dómbær á umfjöllunina....

Um kappreiðar – að gefnu tilefni

Illa bítur orða stálið algengast er það: Halda fund og hugsa málið hafast ekkert að. Þótt efalaust sé í þessa vísu – sem sögð er vera eftir Geir í Eskihlíð – hægt að sækja ágæta leiðbeiningu um það hvernig átakaminnst verði komist frá sérhverju álitamáli, virði ég þau...