Keppnisárangur 2013

Hér fyrir neðan er getið um helstu afrek Þóroddsstaðahrossa á keppnisvellinum árið 2013, þ.e. í kappreiðum og íþrótta- og gæðingakeppni. Aðeins eitt (segi og skrifa) kynbótahross var sýnt fullnaðardómi, Fáfnir frá Þóroddsstöðum (8,26). Funi fór svo í byggingardóm og...

Af Sunnlendingum

Félagsfundur Hrs. Suðurlands var haldinn á miðvikudagskvöld (23. okt. ) í Hliðskjálf á Selfossi. Aðalefni fundarins var nýútkomin skýrsla markaðsnefndar samtakanna, sem ætlað var að gera tillögur um aðalverkefni ársins hjá Hrossaræktarsamtökunum: Markaðsmál í víðasta...

Viðtal í Eiðfaxa

Viðtal við pistlahöfund thoroddsstadir.is birtist í Eiðfaxa í dag, tekið að aflokinni málstefnu um hrossarækt, sem haldin var á Hvanneyri á dögunum. Viðtalið tók hin kunna hestakona Birna Tryggvadóttir Thorlacius, og birtist það hér í fullri lengd. Trúverðugleiki og...

Nökkvi frumtaminn

Drógum undan Nökkva í dag og slepptum honum í bili. Nökkvi er 3ja vetra stóðhestur undan Keili frá Miðsitju og Blökk minni, Þyrnisdóttur og Jöru. Hann er mesti myndarpáfi, hálsgrannur og hálslangur, bolléttur og háfættur, dökkjarpur, stór og stæðilegur. Nökkvi er...

Fjallferð Grímsnesinga og Austurleitarvísur G.Þ.

Fjallferð hófst í Grímsnesi föstudaginn 13. september. Bjarni Bjarnason fór fyrir Þóroddsstaði, með þrjá hesta og tíkina Týru frá Hrepphólum. Hestarnir eru ungir, sex og sjö vetra gamlir: Albræðurnir Láki og Glúmur, synir Veru og Ófeigs frá Þorláksstöðum. Þriðji...