Kappreiðar Sörla – seinni umferð

Seinni umferð 100 m skeiðsins var í kvöld, og enn bætti Hera sig hjá Bjarna. Hún fór nú á 7,65 í fyrri spretti og 7,67 í þeim seinni. Það eru nú annar og þriðji besti tími vorsins, aðeins Hörður frá Reykjavík, rammefldur fullorðinn klár hjá Daníel Inga Smárasyni fór á...

Kappreiðar hjá Sörla

Hera gerði það gott hjá Bjarna í kvöld og hlaut besta tímann í fyrri umferð í 100 m skeiði á Gullmóti Sörla., 8,14 sekúndur í mótvindi. Þetta er frumraun hennar í þessari skeiðgrein, og hefur raunar aðeins farið einu sinni áður á kappreiðar, þá í 150 metrana. Hera er...

22.05.11

Seldi í dag Vísi frá Þóroddsstöðum, afar góðan hest, litfagran og hraustan. Annan tilvonandi snilling sá ég svo undir kvöld hjá Þorkeli mínum, og vonast til að mynd hafi náðst af því – og komi í stað orðmargrar lýsingar. Hesturinn er Straumur frá Laugarvatni,...

Kynbótasýning í Reykjavík

Bjarni fór í dag með Von og Eldingu í kynbótadóm í Reykjavík. Það er skemmst frá því að segja að það gekk afbragðsvel. Von fékk 8,33 í aðaleinkunn og tryggði sér farseðil á LM 2011. Hún fékk 9 fyrir fótagerð og skeið og hvorki meira né minna en 9,5 fyrir vilja og...

Kappreiðar Harðar

Gerðum góða ferð í dag vestur yfir heiði, á kappreiðar hjá Herði í Mosfellsbæ. Vera sigraði 150 metrana, rann skeiðið á 14,35. Camilla Petra var knapinn, prúð og fumlaus í öllum aðgerðum. Þær áttu frábæra sprettaseríu, fóru fyrst keppnislaust á 15,01, síðan kom gildur...