Á uppskeruhátíð hestamanna 2016 var Bjarni Bjarnason valinn skeiðknapi ársins. Hann hefur mörg undanfarin ár verið í fremstu röð skeiðreiðarmanna, og reið nú hryssu sinni Heru frá Þóroddsstöðum til heimsmets í þriðja sinn; fyrst á LM 2014 (21,76), þá á Íslandsmóti 2014 (21,75) og loks nú á LM 2016 (21,41). Hann hefur öll þessi ár unnið margháttuð önnur afrek í öllum skeiðgreinum má segja,  á Heru og ýmsum hrossum öðrum. Má þar nefna Gunni og afkvæmi hennar Kolbein, Hrund og Randver,  Veru og Glúm,  Þoku og Blikku – svo aðeins sé tæpt á því helsta……………..

%d bloggers like this: