6 stk. Þóroddsstaðahross hafa tryggt sér Landsmótssæti þetta árið.

Fyrstur verður hér talinn stóðhesturinn Trausti, 5 vetra gamall öðlingur, sem kemur inn á landsmót með aðra hæstu einkunn í sínum flokki: 8,52. Næst er hér nefnd Fjöður frá Þóroddsstöðum, 4ra vetra ungstirni sem kemur líka inn á LM með aðra hæstu einkunn í sínum flokki: 8,25. Nú nefni ég Hnokka frá Þóroddsstöðum, A-flokks gæðing okkar Traustamanna (hestamannafélag). Blikka frá Þóroddsstöðum vann sér þátttökurétt í 150 m skeiði. Glúmur frá Þóroddsstöðum vann sér þátttökurétt í 250 m skeiði. Og loks nefni ég Heru frá Þóroddsstöðum, Íslandsmethafa og landsmótssigurvegara 2014 í 250 m skeiði, sem hefur áunnið sér rétt til þess að verja titil sinn á því sprettfæri – og til viðbótar fer hún í 100 m flugskeið. Kannski verða hér sagðar skemmtilegar fréttir af þessum landsmótshrossum á næstu vikum.

%d bloggers like this: