Það hefur dregist um of hjá mér að greina frá helstu niðurstöðum úr gæðingakeppni Hestamannafélagsins Trausta. Raunar gerði ég heiðarlega tilraun til þess um daginn, en afleitt netsamband gerði að engu þó nokkur skrif, sem komin voru.

Gæðingakeppnin var haldin á nýja vellinum á Laugarvatni hinn 20. júlí sl. Helstu úrslit urðu þessi:

A-flokkur

1. Vissa frá Þóroddsstöðum, jarpskjótt 5v. F. Þóroddur M. Blika Laugarvatni.
Eig. Ragnheiður Bjarnadóttir Kn. Bjarni Bjarnason Eink. 8,06
2. Glanni frá Laugardalshólum, móskjóttur 15v. F. Erpur Snær Efstadal M. Héla Laugard.hólum
Eig. Kristinn Vilmundarson Kn. Eigandi Eink. 8,03
3. Tinna frá Þóroddsstöðum, brún 6v. F. Glampi Vatnsleysu M. Klukka Þóroddsstöðum
Eig. Bjarni Þorkelsson Kn. Þorkell Bjarnason Eink. 8,01

Djörfung frá Skúfslæk – jörp 7v – keppti sem gestur, knapi á henni var Camilla Petra Sigurðardóttir. Djörfung stóð sig best allra hrossanna í úrslitunum, hlaut 8,31 í aðaleinkunn.

B-flokkur

1. Vinkill frá Úlfljótsvatni, brúnskjóttur 9v. F. Sveinn-Hervar frá Þúfu M. Villimey Úlfljótsvatni
Eig. Kolkuós ehf. Kn. Snæbjörn Björnsson Eink. 8,25
2. Lindi frá Þóroddsstöðum, rauðstjörnóttur 7v F. Axel frá Lindarbæ M. Dögg Þóroddsstöðum
Eig. Bjarni Þorkelsson Kn. Þorkell Bjarnason Eink. 8,14
3. Hrífandi frá Hrafnagili, brúnskjóttur 7v. F. Töfri Selfossi M. Skotta Hrafnagili
Eig. Sverrir Sigurjónsson Kn. Eigandi Eink. 7,91

Tölt, opinn flokkur

1. Þorkell Bjarnason, eink. 6,75
Háfmáni frá Skrúð, brúnstj. 13v. u. Greipi og Doppu frá Skrúð
2. Camilla Petra Sigurðardóttir, eink. 6,50
Garpur frá Skúfslæk, rauður 7v. u. Akki Brautarholti og Tign Hvítárholti
3. Sigurrós Lilja Ragnarsdóttir, eink. 5,50
Dagsbrún frá Minni-Borg, brúnstj. 10v. u. Glóðari Reykjavík og Dömu Minni-Borg

Knapi mótsins var valinn Þorkell Bjarnason og glæsilegasti hestur mótsins Tinna frá Þóroddsstöðum.

%d bloggers like this: