Í dag var staðfest fyl í heiðurshryssunni Álfadísi frá Selfossi, en hún hefur verið hér í stóðhestagirðingu hjá Þóroddssyninum Lord frá Vatnsleysu.

Mjög góð notkun hefur verið á Lord hér á Þóroddsstöðum í sumar, og hafa verið leiddar til hans yfir 30 hryssur og enn er hægt að koma að hryssum, síðast (í dag) bættist í hópinn Aðalsdóttirin Aðaldís frá S-Gegnishólum, systir Álfadísar sem fyrr var nefnd. Meðal annarra 1. verðlauna hryssna sem fyl hefur verið staðfest í eru Tíbrá og Þóra Dís frá Auðsholtshjáleigu, Spáta Laugarvatni, Rispa Hvoli, Mánadís Stóradal og mæðgurnar Dama og Snót frá Þóroddsstöðum, einnig Frigg, Sif, Kolbrún og Klukka af heimahryssum.

Þá er gaman að segja frá því hér – úr því að farið er að minnast á heimahryssur – að Von er fengin við Stála frá Kjarri og Blökk við Nóa frá Stórahofi.

%d bloggers like this: