Margt væri hér hægt að segja af tamningum og þjálfun heimahrossa, en oft skortir á framtak og skilning ritara á mikilvægi líðandi stundar.
Hér er mynd af Vissu frá Þóroddsstöðum hjá Bjarna. Vissa er fimm vetra Þóroddsdóttir og Bliku, í eigu heimasætunnar á Þóroddsstöðum. Vissa er vissulega mjög efnilegt hross og verður flugvökur, teljum við.
Annars er búið að skipuleggja hérna töluverðan járningadag, í ljósi mjög slæmrar veðurspár. Ekki er hann enn skollinn á núna um hádegi, en sjálfsagt styttist í það.