Jæja, þá er best að byrja á því að óska gleðilegs nýárs og þakka fyrir það gamla.

Hér stendur mikið til á morgun og hinn – að sækja hross að Hömrum og Mosfelli, samtals nálægt 50 talsins, og fara svo að járna af krafti.
Tókum inn (flest) folöldin um daginn, þau eru 11 talsins að þessu sinni. Það er fallegur hópur skal ég segja ykkur, 6 hryssur og 5 hestar, eftir að ég hafði folaldakaup um daginn og lagaði þannig aðeins til kynjahlutfallið. Hlakka til að sýna hópinn, þeim sem kunna að verða á ferðinni – kannski er hér innan um eitthvað sögulegt, maður veit aldrei.
Helstu vonarstjörnur verða að teljast:
Gikkur frá Þóroddsstöðum u. Sæ Bakkakoti og Blökk minni.
Hnáta frá Þóroddsstöðum u. Þóroddi og Dömu.
Fjöður frá Þóroddsstöðum u. Kráki Blesastöðum og Von.
Helgi frá Þóroddsstöðum u. Arði Brautarholti og Snót.
Nös frá Þóroddsstöðum u. Hróki Efstadal og Frigg.
Viðja Þóroddsstöðum u. Verði Árbæ og Freyju.
Hátíð Þóroddsstöðum u. Goða Þóroddsstöðum og Hátíð.

Og kannski er óhætt að nefna fleiri. Þeir eru:

Tígull Þóroddsstöðum u. Þrumufleyg Álfhólum og Kolbrúnu.
Svarri Þóroddsstöðum u. Þóroddi og Hörn.
Helmingur Þóroddsstöðum u. Þóroddi og Bliku

%d bloggers like this: