Sá í gær til Bjarna á tveimur brúnum ungmerum.

Þær eru Tinna (undan Glampa frá Vatnsleysu og Klukku) og Sparta (undan Þóroddi og Spátu). Þær eru að verða assgoti álitlegar, farnar að tölta ansi frjálslega. Ég reikna með því að þær séu alhliða gengar, þótt nokkuð hafi þurft að hafa fyrir gangsetningunni. Það er nú bara orðið þannig með þessi alhliða hross hérna, að brokkið þeirra er orðið svo sterkt og ríkjandi að þetta verður niðurstaðan. Ég held að það sé í góðu lagi, en spurning er auðvitað hversu langt má ganga í þessa átt. Sjálfsagt er þetta eins og annað: Það verður að finna þarna jafnvægislínu til að dansa á. Daníel hringdi og sagði að sér litist fremur vel á Ísadór Þóroddsson frá Efra-Langholti, sem kom til hans um daginn – til prufu. Sjálfsagt verður hann þá áfram. Líka er búið að biðja hann fyrir efnilega unghryssu frá Krilla. Þá hringdi Einar Öder. Hann sagði mér að Oddur gamli yrði heiðursgestur Stóðhestaveislunnar í Ölfushöll (hjá Magga Ben), og var að þreifa á ýmsum möguleikum. Ég vísa á Danna.

%d bloggers like this: